Innlent

Kári Steinn ræsti hlaupið

Frá ræsingu í morgun.
Frá ræsingu í morgun.
Reykjavíkur Maraþon Íslandsbanka hófst klukkan skömmu fyrir klukkan níu í morgun, en þá var maraþon, hálfmaraþon og boðhlaup ræst.

Tæplega þrjú þúsund hlauparar voru ræstir út við útibú Íslandsbanka í Lækjargötu. Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari og Ólympíufari, ræsti keppendur.

Tuttugu og fimm mínútur fyrir tíu hófu síðan hlauparar í tíu kílómetra hlaupi keppnina og rétt fyrir hádegið hefst upphitun fyrir skemmtiskokkið sem borgarstjóri ræsir á slaginu tólf.

Blíðskaparveður er nú í miðborginni mikil stemming á meðal hlaupara og áhorfenda þegar hlaupið hófst. Metþátttaka er í hlaupinu í ár. 807 hlauparar hlaupa maraþon en í fyrra hlupu 684 þá vegalengd sem þá var þátttökumet.

Áheitasöfnunin hefur gengið mjög vel og slegið fyrri met. Á sama tíma í fyrra höfðu safnast 37,5 milljónir króna en núna stendur söfnunin í tæpum 40 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×