Innlent

Féll af mótórhjóli á ofsahraða

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Ökumaður á bifhjóli var stöðvaður í gærkvöldi í Ártúnsbrekkunni á rúmlega tvöhundruð kílómetra hraða. Maðurinn, sem ók vestur eftir Ártúnsbrekkunni, hélt fer sinni rakleitt áfram þrátt fyrir að lögreglumenn gáfu honum stöðvunarmerki.

Ökumaður ætlaði svo að beygja til suðurs á Háaleitisbraut en ekki vildi betur til að í beygjunni féll hann í götuna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu lítur út fyrir að ökumaðurinn hafi ekki slasast illa. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild þar sem gert var að sárum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×