Byrjendalæsið er skemmtilegra fyrir kennara og nemendur Birkir Blær skrifar 18. ágúst 2012 21:00 Ný aðferð í lestrarkennslu ungra barna hefur smám saman verið að skjóta rótum í menntakerfi landsins. Kennarar segja að aðferðin hafi góð áhrif á lesskilning ungra barna. Kennsla í grunnskólum landsins hefst í næstu viku þegar þúsundir barna setjast á skólabekk. Á síðustu dögum hafa kennarar í ýmsum skólum verið að læra nýja aðferð til að kenna ungum börnum lestur. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og hefur verið að ryðja sér til rúms í skólastarfi á landinu. Nú er svo komið að yfir 70 grunnskólar af þeim 174 sem starfa á landinu styðjast við aðferðina og alltaf bætast fleiri í hópinn. Með aðferðinni er reynt að setja skilning ungra barna í forgrunn í lestrarkennslu í stað þess að einblína á lestrartækni og hraðan lestur. Kennsluaðferðin byggir á þremur þrepum. „Við byrjum alltaf á heildinni. Þá er saga lesin eða eitthvað sem börnin hafa áhuga á og þau velja til að vinna með. Sagan er lesin, orð eru rædd sem eru skemmtileg og þannig kynnast allir efninu," segir Jenný Gunnbjörnsdóttir hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Þannig er tryggt að allir skilji viðfangsefnið áður en kafað er í lestrartækni og bókstafir kynntir til sögunnar sem gerist í næsta þrepi. „Þá er verið að vinna með stök orð sem kannski eru tekin niður, skoðaðir stafir og hljóð eða merking orðanna skoðuð," segir Jenný. Að lokum er svo reynt að byggja á textanum og skapa nýjar hugmyndir eða texta og þroska þannig hinn nýfengna lærdóm. Á undanförnum árum hefur verið unnið út frá aðferðinni í mörgum skólum landsins.Elín Stephensen hefur stuðst við Byrjendalæsisaðferðina síðustu ár og er orðin sjóuð í beitingu hennar.„Þetta er svo miklu miklu skemmtilegra, bæði fyrir kennarann og fyrir börnin. Árangursríkara. Ég sé meiri framfarir á styttri tíma hjá öllum," segir Elín Stephensen, kennari í Vættaskóla. Elín er sannfærð um að þessi nýja aðferð hafi jákvæð áhrif á lesskilning ungra barna, en minnkandi lesskilningur í samfélaginu hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu. „Ég trúi því. Við erum markvisst að kenna þeim aðferðir til að skilja texta betur," segir hún og segist strax finna fyrir breytingum eftir að aðferðin var tekin upp í Vættaskóla en þar hefur orðið vart við aukin útlán á skólabókasafninu. „Börnin eru líka öðruvísi viðskiptavinir á bókasafninu. Þau gera meiri kröfur og taka öðruvísi bækur, oft eftir ákveðna höfunda," segir hún. Börnin virðist því vera að lesa sér til gagns og skemmtunar í meira mæli. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Ný aðferð í lestrarkennslu ungra barna hefur smám saman verið að skjóta rótum í menntakerfi landsins. Kennarar segja að aðferðin hafi góð áhrif á lesskilning ungra barna. Kennsla í grunnskólum landsins hefst í næstu viku þegar þúsundir barna setjast á skólabekk. Á síðustu dögum hafa kennarar í ýmsum skólum verið að læra nýja aðferð til að kenna ungum börnum lestur. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og hefur verið að ryðja sér til rúms í skólastarfi á landinu. Nú er svo komið að yfir 70 grunnskólar af þeim 174 sem starfa á landinu styðjast við aðferðina og alltaf bætast fleiri í hópinn. Með aðferðinni er reynt að setja skilning ungra barna í forgrunn í lestrarkennslu í stað þess að einblína á lestrartækni og hraðan lestur. Kennsluaðferðin byggir á þremur þrepum. „Við byrjum alltaf á heildinni. Þá er saga lesin eða eitthvað sem börnin hafa áhuga á og þau velja til að vinna með. Sagan er lesin, orð eru rædd sem eru skemmtileg og þannig kynnast allir efninu," segir Jenný Gunnbjörnsdóttir hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Þannig er tryggt að allir skilji viðfangsefnið áður en kafað er í lestrartækni og bókstafir kynntir til sögunnar sem gerist í næsta þrepi. „Þá er verið að vinna með stök orð sem kannski eru tekin niður, skoðaðir stafir og hljóð eða merking orðanna skoðuð," segir Jenný. Að lokum er svo reynt að byggja á textanum og skapa nýjar hugmyndir eða texta og þroska þannig hinn nýfengna lærdóm. Á undanförnum árum hefur verið unnið út frá aðferðinni í mörgum skólum landsins.Elín Stephensen hefur stuðst við Byrjendalæsisaðferðina síðustu ár og er orðin sjóuð í beitingu hennar.„Þetta er svo miklu miklu skemmtilegra, bæði fyrir kennarann og fyrir börnin. Árangursríkara. Ég sé meiri framfarir á styttri tíma hjá öllum," segir Elín Stephensen, kennari í Vættaskóla. Elín er sannfærð um að þessi nýja aðferð hafi jákvæð áhrif á lesskilning ungra barna, en minnkandi lesskilningur í samfélaginu hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu. „Ég trúi því. Við erum markvisst að kenna þeim aðferðir til að skilja texta betur," segir hún og segist strax finna fyrir breytingum eftir að aðferðin var tekin upp í Vættaskóla en þar hefur orðið vart við aukin útlán á skólabókasafninu. „Börnin eru líka öðruvísi viðskiptavinir á bókasafninu. Þau gera meiri kröfur og taka öðruvísi bækur, oft eftir ákveðna höfunda," segir hún. Börnin virðist því vera að lesa sér til gagns og skemmtunar í meira mæli.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent