Óvenju mörg manndrápsmál í fyrra Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. ágúst 2012 11:18 Frá Hótel Frón, þar sem barnið fannst látið. Óvenjumörg manndrápsmál, eða alls þrjú, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar sem birt var í gærkvöld. Tímabilið 2007-2010 voru framin samtals fjögur morð í umdæminu og árið í fyrra var því óvenjulegt að þessu leyti. Lögreglan segir þó að varast beri að horfa á sérstaka þróun í þessum efnum og rétt að hafa hugfast að í fyrra fækkaði ofbeldisbrotum á höfuðborgarsvæðinu. Manndrápsmálin voru jafnframt mjög ólík, að sögn lögreglu. Í einu málinu var gerandinn úrskurðaður ósakhæfur. Sá er karl á þrítugsaldri, en hann var handtekinn við Landspítalann á vormánuðum. Maðurinn ók þangað, gaf sig fram við starfsfólk sjúkrahússins og vísaði á lík barnsmóður sinnar, sem var í farangursgeymslu bifreiðarinnar. Fólkið hafði áður verið á ferð í Heiðmörk og er talið að maðurinn hafi ráðið konunni þar bana. Hún var um tvítugt. Í byrjun júlí var lögreglan kölluð til þegar ung kona frá Litháen leitaði aðhlynningar á Landspítalanum vegna blæðinga og kviðverkja. Læknar töldu fullvíst að konan væri nýbúin að fæða barn, en hún þvertók fyrir að hafa verið ófrísk. Í framhaldinu hófst strax rannsókn málsins, en haldið var á vinnustað konunnar, hótel í miðborginni. Þar fannst sveinbarn í ruslagámi. Barnið var látið, en talið er að það hafi fæðst lifandi og konan síðan komið því fyrir í gámnum. Hálfum mánuði síðar var lögreglan aftur á vettvangi í miðborginni í kjölfar mjög alvarlegrar líkamsárásrar. Þar höfðu orðaskipti tveggja manna á veitingahúsi endað með því að annar stakk hinn í hálsinn með hnífi. Sá sem fyrir árásinni varð, karl á fimmtugsaldri, var fluttur á sjúkrahús með lífshættulega áverka. Hann lést svo af sárum sínum áður en mánuðurinn var úti. Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Óvenjumörg manndrápsmál, eða alls þrjú, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar sem birt var í gærkvöld. Tímabilið 2007-2010 voru framin samtals fjögur morð í umdæminu og árið í fyrra var því óvenjulegt að þessu leyti. Lögreglan segir þó að varast beri að horfa á sérstaka þróun í þessum efnum og rétt að hafa hugfast að í fyrra fækkaði ofbeldisbrotum á höfuðborgarsvæðinu. Manndrápsmálin voru jafnframt mjög ólík, að sögn lögreglu. Í einu málinu var gerandinn úrskurðaður ósakhæfur. Sá er karl á þrítugsaldri, en hann var handtekinn við Landspítalann á vormánuðum. Maðurinn ók þangað, gaf sig fram við starfsfólk sjúkrahússins og vísaði á lík barnsmóður sinnar, sem var í farangursgeymslu bifreiðarinnar. Fólkið hafði áður verið á ferð í Heiðmörk og er talið að maðurinn hafi ráðið konunni þar bana. Hún var um tvítugt. Í byrjun júlí var lögreglan kölluð til þegar ung kona frá Litháen leitaði aðhlynningar á Landspítalanum vegna blæðinga og kviðverkja. Læknar töldu fullvíst að konan væri nýbúin að fæða barn, en hún þvertók fyrir að hafa verið ófrísk. Í framhaldinu hófst strax rannsókn málsins, en haldið var á vinnustað konunnar, hótel í miðborginni. Þar fannst sveinbarn í ruslagámi. Barnið var látið, en talið er að það hafi fæðst lifandi og konan síðan komið því fyrir í gámnum. Hálfum mánuði síðar var lögreglan aftur á vettvangi í miðborginni í kjölfar mjög alvarlegrar líkamsárásrar. Þar höfðu orðaskipti tveggja manna á veitingahúsi endað með því að annar stakk hinn í hálsinn með hnífi. Sá sem fyrir árásinni varð, karl á fimmtugsaldri, var fluttur á sjúkrahús með lífshættulega áverka. Hann lést svo af sárum sínum áður en mánuðurinn var úti.
Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira