"Borgin ákveður og okkur ber að hlýða" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. júlí 2012 20:16 Laugavegur mynd/HAG Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að fjarlæga rangstæð auglýsingaskilti í miðborginni á morgun. Kaupmaður á Laugavegi segir borgaryfirvöld ófær um að ræða málin. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að skiltin yrðu fjarlægð. Fjöldi tilkynninga um skiltin hafa borist borginni. Ákveðið var að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir. Á meðal þeirra sem sem vakið hafa athygli á málinu er Blindrafélagið. Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Laugavegi, segir málið allt hið undarlegasta. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við virðum óskir Blindrafélagsins, samt sem áður hefðum við viljað fá meiri fyrirvara. Tilkynningin er borin út í dag og þar birtist hótunin: skiltin verða fjarlægð á morgun." Fjarlægi verslunareigendur ekki skilti sín af gangstéttum verða þau flutt á næstu hverfastöð. Í tilkynningunni kemur fram að kaupmenn geti vitjað þeirra næstu 30 daga, ella verður þeim fargað. Frank segir þetta útspil lýsandi fyrir starfshætti borgaryfirvalda. „Sérstaklega í ljósi samskipta okkar við borgina síðustu daga og vikur - bæði varðandi hækkun stöðugjalda sem og lokun Laugavegar í sumar." „Við höfum margoft farið fram á samráð um þessi mál," segir Frank. „Þetta er í stíl við margt annað sem kemur frá borginni. Þar er eitthvað ákveðið, okkur er tilkynnt og okkur ber að hlýða."Björn Jón BragasonBjörn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda við Laugaveg, tekur í saman streng. Hann bendir á að þetta mál hafi komið upp fyrir nokkrum árum. Þá setti Þróunarfélag Reykjavíkur saman reglugerð um auglýsingaskilti í samráði við kaupmenn. Samkvæmt þessum reglum máttu skiltin vera í meters fjarlægð frá verslunum. „Nú er þetta samkomulag brotið með grófri aðgerð," segir Björn. „Þetta er tilkynnt með dags fyrirvara." Þá veltir Björn því fyrir sér hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið stjórnsýslulög með aðgerðinni. Nauðsynlegt sé að gæta andmælaréttar sem og að virða meðalhófsreglu. Björn og kaupmenn í miðborginni hafa óskað eftir því að funda með byggingarfulltrúa Reykjavíkur. „Við viljum ræða málin og leita sátta," segir Björn að lokum. Tengdar fréttir Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að fjarlæga rangstæð auglýsingaskilti í miðborginni á morgun. Kaupmaður á Laugavegi segir borgaryfirvöld ófær um að ræða málin. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að skiltin yrðu fjarlægð. Fjöldi tilkynninga um skiltin hafa borist borginni. Ákveðið var að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir. Á meðal þeirra sem sem vakið hafa athygli á málinu er Blindrafélagið. Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Laugavegi, segir málið allt hið undarlegasta. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við virðum óskir Blindrafélagsins, samt sem áður hefðum við viljað fá meiri fyrirvara. Tilkynningin er borin út í dag og þar birtist hótunin: skiltin verða fjarlægð á morgun." Fjarlægi verslunareigendur ekki skilti sín af gangstéttum verða þau flutt á næstu hverfastöð. Í tilkynningunni kemur fram að kaupmenn geti vitjað þeirra næstu 30 daga, ella verður þeim fargað. Frank segir þetta útspil lýsandi fyrir starfshætti borgaryfirvalda. „Sérstaklega í ljósi samskipta okkar við borgina síðustu daga og vikur - bæði varðandi hækkun stöðugjalda sem og lokun Laugavegar í sumar." „Við höfum margoft farið fram á samráð um þessi mál," segir Frank. „Þetta er í stíl við margt annað sem kemur frá borginni. Þar er eitthvað ákveðið, okkur er tilkynnt og okkur ber að hlýða."Björn Jón BragasonBjörn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda við Laugaveg, tekur í saman streng. Hann bendir á að þetta mál hafi komið upp fyrir nokkrum árum. Þá setti Þróunarfélag Reykjavíkur saman reglugerð um auglýsingaskilti í samráði við kaupmenn. Samkvæmt þessum reglum máttu skiltin vera í meters fjarlægð frá verslunum. „Nú er þetta samkomulag brotið með grófri aðgerð," segir Björn. „Þetta er tilkynnt með dags fyrirvara." Þá veltir Björn því fyrir sér hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið stjórnsýslulög með aðgerðinni. Nauðsynlegt sé að gæta andmælaréttar sem og að virða meðalhófsreglu. Björn og kaupmenn í miðborginni hafa óskað eftir því að funda með byggingarfulltrúa Reykjavíkur. „Við viljum ræða málin og leita sátta," segir Björn að lokum.
Tengdar fréttir Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37