Innlent

Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni

Laugavegur
Laugavegur

Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg.

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að nú hafi verið ákveðið að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir.

Blindafélagið er á meðal þeirra sem vakið hafa athygli á þeirri hættu sem illa staðsett auglýsingaskilti hafa í för með sér. Þá hafi félagsmenn samtakanna lent í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna skiltanna.

Í tilkynningunni segir að gangstéttir miðborgarinnar séu land Reykjavíkurborgar og þar megi ekki setja skilti nema með sérstöku leyfi. Í samþykkt Reykjavíkurborgar um skilti í lögsögu Reykjavíkur er tekið fram að ekki sé heimilt að setja skilti á gangstétt og annað lannd í eigu borgarinnar.

Þá er eigendum skilta sem verða fjarlægð bent á að vitja þeirra á hverfastöð. Þau verða þar í vörslu næstu 30 daga áður en þeim verður fargað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.