"Borgin ákveður og okkur ber að hlýða" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. júlí 2012 20:16 Laugavegur mynd/HAG Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að fjarlæga rangstæð auglýsingaskilti í miðborginni á morgun. Kaupmaður á Laugavegi segir borgaryfirvöld ófær um að ræða málin. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að skiltin yrðu fjarlægð. Fjöldi tilkynninga um skiltin hafa borist borginni. Ákveðið var að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir. Á meðal þeirra sem sem vakið hafa athygli á málinu er Blindrafélagið. Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Laugavegi, segir málið allt hið undarlegasta. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við virðum óskir Blindrafélagsins, samt sem áður hefðum við viljað fá meiri fyrirvara. Tilkynningin er borin út í dag og þar birtist hótunin: skiltin verða fjarlægð á morgun." Fjarlægi verslunareigendur ekki skilti sín af gangstéttum verða þau flutt á næstu hverfastöð. Í tilkynningunni kemur fram að kaupmenn geti vitjað þeirra næstu 30 daga, ella verður þeim fargað. Frank segir þetta útspil lýsandi fyrir starfshætti borgaryfirvalda. „Sérstaklega í ljósi samskipta okkar við borgina síðustu daga og vikur - bæði varðandi hækkun stöðugjalda sem og lokun Laugavegar í sumar." „Við höfum margoft farið fram á samráð um þessi mál," segir Frank. „Þetta er í stíl við margt annað sem kemur frá borginni. Þar er eitthvað ákveðið, okkur er tilkynnt og okkur ber að hlýða."Björn Jón BragasonBjörn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda við Laugaveg, tekur í saman streng. Hann bendir á að þetta mál hafi komið upp fyrir nokkrum árum. Þá setti Þróunarfélag Reykjavíkur saman reglugerð um auglýsingaskilti í samráði við kaupmenn. Samkvæmt þessum reglum máttu skiltin vera í meters fjarlægð frá verslunum. „Nú er þetta samkomulag brotið með grófri aðgerð," segir Björn. „Þetta er tilkynnt með dags fyrirvara." Þá veltir Björn því fyrir sér hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið stjórnsýslulög með aðgerðinni. Nauðsynlegt sé að gæta andmælaréttar sem og að virða meðalhófsreglu. Björn og kaupmenn í miðborginni hafa óskað eftir því að funda með byggingarfulltrúa Reykjavíkur. „Við viljum ræða málin og leita sátta," segir Björn að lokum. Tengdar fréttir Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að fjarlæga rangstæð auglýsingaskilti í miðborginni á morgun. Kaupmaður á Laugavegi segir borgaryfirvöld ófær um að ræða málin. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að skiltin yrðu fjarlægð. Fjöldi tilkynninga um skiltin hafa borist borginni. Ákveðið var að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir. Á meðal þeirra sem sem vakið hafa athygli á málinu er Blindrafélagið. Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Laugavegi, segir málið allt hið undarlegasta. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við virðum óskir Blindrafélagsins, samt sem áður hefðum við viljað fá meiri fyrirvara. Tilkynningin er borin út í dag og þar birtist hótunin: skiltin verða fjarlægð á morgun." Fjarlægi verslunareigendur ekki skilti sín af gangstéttum verða þau flutt á næstu hverfastöð. Í tilkynningunni kemur fram að kaupmenn geti vitjað þeirra næstu 30 daga, ella verður þeim fargað. Frank segir þetta útspil lýsandi fyrir starfshætti borgaryfirvalda. „Sérstaklega í ljósi samskipta okkar við borgina síðustu daga og vikur - bæði varðandi hækkun stöðugjalda sem og lokun Laugavegar í sumar." „Við höfum margoft farið fram á samráð um þessi mál," segir Frank. „Þetta er í stíl við margt annað sem kemur frá borginni. Þar er eitthvað ákveðið, okkur er tilkynnt og okkur ber að hlýða."Björn Jón BragasonBjörn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda við Laugaveg, tekur í saman streng. Hann bendir á að þetta mál hafi komið upp fyrir nokkrum árum. Þá setti Þróunarfélag Reykjavíkur saman reglugerð um auglýsingaskilti í samráði við kaupmenn. Samkvæmt þessum reglum máttu skiltin vera í meters fjarlægð frá verslunum. „Nú er þetta samkomulag brotið með grófri aðgerð," segir Björn. „Þetta er tilkynnt með dags fyrirvara." Þá veltir Björn því fyrir sér hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið stjórnsýslulög með aðgerðinni. Nauðsynlegt sé að gæta andmælaréttar sem og að virða meðalhófsreglu. Björn og kaupmenn í miðborginni hafa óskað eftir því að funda með byggingarfulltrúa Reykjavíkur. „Við viljum ræða málin og leita sátta," segir Björn að lokum.
Tengdar fréttir Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37