Innlent

Höfuðborgin iðaði af lífi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjósundmenn í Nauthólsvík.
Sjósundmenn í Nauthólsvík. mynd/ valli.
Reykjavík hefur verið iðandi af lífi að undanförnu og skemmtileg stemning hefur skapast í miðborginni og víðar.

Í gær komu meðlimir götuleikhúss Hins Hússins meðal annars fram í ýmsum gervum á Laugaveginum og brugðu lifandi pappakassar og hvítklæddar furðuverur á leik við vegfarendur við mikla kátínu.

Götulistakonan Sura vann verk sín á Laugaveginum en límbandsverk hennar eru mjög sýnileg í miðborginni. Þá vakti breikdanshópurinn Area of Stylez mikla athygli en hann skipa nokkrir strákar sem sýndu flotta hip-hop takta. Listhóparnir hafa komið fram á hinum ýmsu stöðum í miðborginni í sumar og glatt augu og eyru gesta og gangandi.

Þá fór fram Íslandsmót í sjósundi í Nauthólsvík í vikunni og krakkar í Vinnuskólanum gerðu sér glaðan dag.

Ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis voru á ferðinni alla vikuna og fönguðu stemninguna í miðborginni. Smelltu á þennan hlekk til að sjá myndirnar þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×