Helgi Valur: Skiljanlega settur á bekkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2012 21:00 Helgi Valur í baráttu við Zlatan Ibrahimovic. Nordicphotos/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn. „Skiljanlega fannst mér. Ég hef ekki fundið mig eftir EM-pásuna og þjálfarinn hefur rúllað miðjumönnunum. Ég var kannski fyrstur í liðið af miðjumönnunum fyrri hluta tímabils áður en ég braut einhver rifbein," segir Helgi Valur sem vonast þó til þess að spila en til að komast í liðið þurfi hann þó að bæta margt. Engin meiðsli eru þó að plaga landsliðsmanninn í augnablikinu. „Það er hausinn sem er langmikilvægastur í fótbolta. Maður pirrar sig þegar ákveðnir hlutir ganga ekki upp. Þá er maður að hugsa neikvætt en ég tek sénsinn næst þegar ég fæ hann," segir Helgi Valur. Leikmenn vildu ekki skrifa undir samninga vegna stuðningsmannaHelga Val líkar vel dvölin hjá AIK. „AIK er mjög flott félag, það stærsta í Svíþjóð. Flottur leikvangur og umgjörð. Þó svo við höfum ekki verið að brillera í ár finnst manni maður samt vera hluti af einhverju mikilvægu því félagið er það stórt. Ég væri til í að vera þarna mörg ár í viðbót," segir Helgi Valur en samningur Árbæingsins við félagið rennur út að loknu næsta tímabili. AIK hefur verið nokkuð þekkt fyrir villta stuðningsmenn sína. Helgi Valur segir hegðun þeirra fara mikið eftir gengi liðsins. „Þegar ég kom sumarið 2010 var AIK í fallbaráttu eftir að hafa orðið meistari árið áður. Þá var alls konar neikvætt í gangi. Leikmenn vildu ekki skrifa undir nýjan samning eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn. Þeir köstuðu hvellettum og dóti inn á völlinn í leikjum," segir Helgi Valur en stuðningsmennirnir settu einnig mark sitt á síðasta tímabil. „Við misstum stig í fyrra þegar sprengju var kastað við línuvörðinn. Hann þurfti að fara á spítala og við töpuðum leiknum 3-0 eftir 20 mínútur. Þetta var í fyrra þannig að þetta gerist ennþá. Það er alltaf einhver hópur, mest táningar sem mana sig upp saman þegar illa gengur," segir Helgi Valur sem sagði síðasta tímabil, líkt og í ár, hafa verið rólegt. „Maður veit aldrei. Það eru nokkrir svona hópar sem geta lent í veseni," segir Helgi Valur. Lausir við pressu stuðningsmanna á útivelliStuðningsmenn AIK voru allt annað en sáttir við framgöngu leikmanna AIK í fyrri leiknum í Svíþjóð. Helgi Valur segir kannski ágætt að leikurinn á morgun sé á útivelli. „Um leið og við fengum á okkur mark á heimavelli var baulað á okkur og þá verða menn kannski taugaóstyrkir og finnast þeir verða að skora. Nú erum við á útivelli á móti FH og þurfum að ná upp stemmningu og vinna leikinn. Það er ekkert flóknara," segir Helgi Valur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn. „Skiljanlega fannst mér. Ég hef ekki fundið mig eftir EM-pásuna og þjálfarinn hefur rúllað miðjumönnunum. Ég var kannski fyrstur í liðið af miðjumönnunum fyrri hluta tímabils áður en ég braut einhver rifbein," segir Helgi Valur sem vonast þó til þess að spila en til að komast í liðið þurfi hann þó að bæta margt. Engin meiðsli eru þó að plaga landsliðsmanninn í augnablikinu. „Það er hausinn sem er langmikilvægastur í fótbolta. Maður pirrar sig þegar ákveðnir hlutir ganga ekki upp. Þá er maður að hugsa neikvætt en ég tek sénsinn næst þegar ég fæ hann," segir Helgi Valur. Leikmenn vildu ekki skrifa undir samninga vegna stuðningsmannaHelga Val líkar vel dvölin hjá AIK. „AIK er mjög flott félag, það stærsta í Svíþjóð. Flottur leikvangur og umgjörð. Þó svo við höfum ekki verið að brillera í ár finnst manni maður samt vera hluti af einhverju mikilvægu því félagið er það stórt. Ég væri til í að vera þarna mörg ár í viðbót," segir Helgi Valur en samningur Árbæingsins við félagið rennur út að loknu næsta tímabili. AIK hefur verið nokkuð þekkt fyrir villta stuðningsmenn sína. Helgi Valur segir hegðun þeirra fara mikið eftir gengi liðsins. „Þegar ég kom sumarið 2010 var AIK í fallbaráttu eftir að hafa orðið meistari árið áður. Þá var alls konar neikvætt í gangi. Leikmenn vildu ekki skrifa undir nýjan samning eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn. Þeir köstuðu hvellettum og dóti inn á völlinn í leikjum," segir Helgi Valur en stuðningsmennirnir settu einnig mark sitt á síðasta tímabil. „Við misstum stig í fyrra þegar sprengju var kastað við línuvörðinn. Hann þurfti að fara á spítala og við töpuðum leiknum 3-0 eftir 20 mínútur. Þetta var í fyrra þannig að þetta gerist ennþá. Það er alltaf einhver hópur, mest táningar sem mana sig upp saman þegar illa gengur," segir Helgi Valur sem sagði síðasta tímabil, líkt og í ár, hafa verið rólegt. „Maður veit aldrei. Það eru nokkrir svona hópar sem geta lent í veseni," segir Helgi Valur. Lausir við pressu stuðningsmanna á útivelliStuðningsmenn AIK voru allt annað en sáttir við framgöngu leikmanna AIK í fyrri leiknum í Svíþjóð. Helgi Valur segir kannski ágætt að leikurinn á morgun sé á útivelli. „Um leið og við fengum á okkur mark á heimavelli var baulað á okkur og þá verða menn kannski taugaóstyrkir og finnast þeir verða að skora. Nú erum við á útivelli á móti FH og þurfum að ná upp stemmningu og vinna leikinn. Það er ekkert flóknara," segir Helgi Valur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira