Útilokað að flugvöllurinn fari án samþykkis ríkisins Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2012 20:15 Innanríkisráðherra segir útilokað að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri án samþykkis ríkisins, enda eigi ríkið landið að mestu. Það sé því óráð hjá borgarstjórn að skipuleggja þar íbúðahverfi, - auk þess vilji yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa halda flugvellinum. Borgarstjórn Reykjavíkur boðar nú þéttingu byggðar með fjórtán þúsund nýjum íbúðum á næstu 18 árum, þar af á helmingurinn, eða um sjö þúsund íbúðir, að rísa í Vatnsmýri. Ögmundur Jónasson, ráðherra flugmála, telur að borgin geti ekki án samþykkis ríkisins knúið það fram að flugvöllurinn fari. „Það finnst mér alveg útilokað að borgin geti gert," segir Ögmundur og vísar til þess að stór hluti flugvallarsvæðisins sé í eigu ríkisins. „Og það verður ekkert gert með þetta eignarland ríkisins án samráðs við ríkið. Það liggur í augum uppi," segir Ögmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. En það er ekki aðeins eignarhald á landinu sem kemur í veg fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi fulla stjórn á málinu. Það gerir einnig fyrirvari sem umhverfisráðherra gerði fyrir tíu árum við aðalskipulag Reykjavíkur. Vegna fyrirvarans fær sá hluti aðalskipulagsins sem lýtur að Vatnsmýri ekki gildi fyrr en niðurstaða er fengin um flugstarfsemina. „Flugvöllurinn, hann er ekkert á leiðinni burt. Það er alveg ljóst að það gerist ekki á allra næstu árum og ef minn vilji næði fram að ganga þá yrði hann hér til frambúðar," segir Ögmundur. Ráðherrann segir að bærileg sátt sé meðal landsmanna um flugvöllinn, einnig meðal borgarbúa, og bendir á nýlegar skoðanakannanir, en fyrir hálfu ári kom fram að 88 prósent íbúa landsbyggðar og 82 prósent borgarbúa vilja völlinn áfram í Vatnsmýri. „Yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa vill halda flugvellinum þar sem hann er. Og er ekki rétt að hlusta á rödd þjóðarinnar og rödd borgarbúa? Og kannski rödd skynseminnar líka." En hvað finnst ráðherranum um að borgin skipuleggi nú flugvallarsvæðið undir annað? „Hún náttúrlega tekur ákvörðun um það sjálf. En sjálfum finnst mér það vera óráð. Þar er ég nú bara að tala sem Reykvíkingur líka," svarar Ögmundur. Tengdar fréttir 25.000 nýir borgarbúar vestan Elliðaáa Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að borgarbúum fjölgi um að minnsta kosti 25.000 á næstu 18 árum. Reisa á 14.500 íbúðir fyrir árið 2030 til að mæta þeirri fjölgun. Unnið verður að því að þétta byggð og verða þær því allar vestan Elliðaáa. 9. júlí 2012 02:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Innanríkisráðherra segir útilokað að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri án samþykkis ríkisins, enda eigi ríkið landið að mestu. Það sé því óráð hjá borgarstjórn að skipuleggja þar íbúðahverfi, - auk þess vilji yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa halda flugvellinum. Borgarstjórn Reykjavíkur boðar nú þéttingu byggðar með fjórtán þúsund nýjum íbúðum á næstu 18 árum, þar af á helmingurinn, eða um sjö þúsund íbúðir, að rísa í Vatnsmýri. Ögmundur Jónasson, ráðherra flugmála, telur að borgin geti ekki án samþykkis ríkisins knúið það fram að flugvöllurinn fari. „Það finnst mér alveg útilokað að borgin geti gert," segir Ögmundur og vísar til þess að stór hluti flugvallarsvæðisins sé í eigu ríkisins. „Og það verður ekkert gert með þetta eignarland ríkisins án samráðs við ríkið. Það liggur í augum uppi," segir Ögmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. En það er ekki aðeins eignarhald á landinu sem kemur í veg fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi fulla stjórn á málinu. Það gerir einnig fyrirvari sem umhverfisráðherra gerði fyrir tíu árum við aðalskipulag Reykjavíkur. Vegna fyrirvarans fær sá hluti aðalskipulagsins sem lýtur að Vatnsmýri ekki gildi fyrr en niðurstaða er fengin um flugstarfsemina. „Flugvöllurinn, hann er ekkert á leiðinni burt. Það er alveg ljóst að það gerist ekki á allra næstu árum og ef minn vilji næði fram að ganga þá yrði hann hér til frambúðar," segir Ögmundur. Ráðherrann segir að bærileg sátt sé meðal landsmanna um flugvöllinn, einnig meðal borgarbúa, og bendir á nýlegar skoðanakannanir, en fyrir hálfu ári kom fram að 88 prósent íbúa landsbyggðar og 82 prósent borgarbúa vilja völlinn áfram í Vatnsmýri. „Yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa vill halda flugvellinum þar sem hann er. Og er ekki rétt að hlusta á rödd þjóðarinnar og rödd borgarbúa? Og kannski rödd skynseminnar líka." En hvað finnst ráðherranum um að borgin skipuleggi nú flugvallarsvæðið undir annað? „Hún náttúrlega tekur ákvörðun um það sjálf. En sjálfum finnst mér það vera óráð. Þar er ég nú bara að tala sem Reykvíkingur líka," svarar Ögmundur.
Tengdar fréttir 25.000 nýir borgarbúar vestan Elliðaáa Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að borgarbúum fjölgi um að minnsta kosti 25.000 á næstu 18 árum. Reisa á 14.500 íbúðir fyrir árið 2030 til að mæta þeirri fjölgun. Unnið verður að því að þétta byggð og verða þær því allar vestan Elliðaáa. 9. júlí 2012 02:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
25.000 nýir borgarbúar vestan Elliðaáa Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að borgarbúum fjölgi um að minnsta kosti 25.000 á næstu 18 árum. Reisa á 14.500 íbúðir fyrir árið 2030 til að mæta þeirri fjölgun. Unnið verður að því að þétta byggð og verða þær því allar vestan Elliðaáa. 9. júlí 2012 02:00