HJK kjöldró KR í Helsinki | 7-0 sigur finnska liðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2012 15:25 Mynd / Daníel HJK frá Helsinki vann stórsigur 7-0 gegn KR í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Finnlandi í dag. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og bættu við fimm mörkum áður en yfir lauk í síðari hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum en á 13. mínútu komust Finnarnir yfir eftir mistök í vörn KR. Juho Mäkelä skoraði þá af stuttu færi. Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson áttu ágætar tilraunir á hinum enda vallarins áður en ógæfan dundi aftur yfir. Guðmundur Reynir Gunnarsson braut þá af sér í vítateig KR-inga. Mika Väyrynen steig á punktinn og tvöfaldaði forystu heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk fínt færi skömmu síðar til þess að minnka muninn fyrir KR en brást bogalistin. Finnarnir tveimur mörkum yfir í hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skipti Emil Atlasyni inn fyrir Dofra Snorrason í hálfleik en aftur fengu gestirnir ískalda vatnsgusu í andlitið. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Joel Pohjanpalo með hörkuskoti fyrir utan vítateig. 3-0 og útlitið allt annað en gott. Það átti eftir að versna til muna. Rasmus Schüller skoraði fjórða mark Finnanna á 57. mínútu áður en Joel Pohjanpalo skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í Rhys Weston varnarmanni KR og fór þaðan í netið. Staðan orðin 5-0 en Finnarnir voru, ólíkt KR-ingum, ekki hættir. Juho Mäkelä átti eftir að niðurlægja Íslands- og bikarmeistarana enn frekar. Hann skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleik og Finnarnir komnir í 7-0. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, og Þröstur Emilsson lýstu leiknum í KR-útvarpinu. Samkvæmt lýsingu þeirra refsuðu Finnarnir KR-ingum ítrekað og var varnarleikur Vesturbæjarliðsins í molum. Stórsigur HJK raunin og möguleikar KR-inga á áframhaldandi þátttöku í forkeppni Meistaradeildar Evrópu svo gott sem úr sögunni. KR-ingar léku án Kjartans Henry Finnbogasonar og Gunnars Þórs Gunnarssonar sem glíma við meiðsli. Hvorugur ferðaðist með liðinu til Finnlands.Byrjunarlið KR í leiknum (4:3:3/4:5:1) Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Rhys Weston, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson Miðja: Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson. Kantmenn: Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson Framherji: Þorsteinn Már Ragnarsson Evrópudeild UEFA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Sjá meira
HJK frá Helsinki vann stórsigur 7-0 gegn KR í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Finnlandi í dag. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og bættu við fimm mörkum áður en yfir lauk í síðari hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum en á 13. mínútu komust Finnarnir yfir eftir mistök í vörn KR. Juho Mäkelä skoraði þá af stuttu færi. Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson áttu ágætar tilraunir á hinum enda vallarins áður en ógæfan dundi aftur yfir. Guðmundur Reynir Gunnarsson braut þá af sér í vítateig KR-inga. Mika Väyrynen steig á punktinn og tvöfaldaði forystu heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk fínt færi skömmu síðar til þess að minnka muninn fyrir KR en brást bogalistin. Finnarnir tveimur mörkum yfir í hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skipti Emil Atlasyni inn fyrir Dofra Snorrason í hálfleik en aftur fengu gestirnir ískalda vatnsgusu í andlitið. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Joel Pohjanpalo með hörkuskoti fyrir utan vítateig. 3-0 og útlitið allt annað en gott. Það átti eftir að versna til muna. Rasmus Schüller skoraði fjórða mark Finnanna á 57. mínútu áður en Joel Pohjanpalo skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í Rhys Weston varnarmanni KR og fór þaðan í netið. Staðan orðin 5-0 en Finnarnir voru, ólíkt KR-ingum, ekki hættir. Juho Mäkelä átti eftir að niðurlægja Íslands- og bikarmeistarana enn frekar. Hann skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleik og Finnarnir komnir í 7-0. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, og Þröstur Emilsson lýstu leiknum í KR-útvarpinu. Samkvæmt lýsingu þeirra refsuðu Finnarnir KR-ingum ítrekað og var varnarleikur Vesturbæjarliðsins í molum. Stórsigur HJK raunin og möguleikar KR-inga á áframhaldandi þátttöku í forkeppni Meistaradeildar Evrópu svo gott sem úr sögunni. KR-ingar léku án Kjartans Henry Finnbogasonar og Gunnars Þórs Gunnarssonar sem glíma við meiðsli. Hvorugur ferðaðist með liðinu til Finnlands.Byrjunarlið KR í leiknum (4:3:3/4:5:1) Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Rhys Weston, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson Miðja: Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson. Kantmenn: Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson Framherji: Þorsteinn Már Ragnarsson
Evrópudeild UEFA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Sjá meira