Innlent

Reykjavík síðdegis á Esjunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristófer Helgason og félagar í Reykjavik síðdegis eru búnir að koma sér fyrir á toppi Esjunnar.
Kristófer Helgason og félagar í Reykjavik síðdegis eru búnir að koma sér fyrir á toppi Esjunnar.
Þeir félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni munu standa skör hærra í þættinum í dag en venjulega því þeir ætla að senda þáttinn út ofan af Esjunni.

„Við ætlum aðeins að beina augum að Esjunni. Þetta er nú fjall Reykvíkinga," segir Kristófer Helgason dagskrárgerðarmaður. Hann segir að ýmissa grasa muni kenna í þættinum. „Við buðum öllum forsetaframbjóðendum, ef þeir ættu leið framhjá, að detta við hjá okkur," segir Kristófer. Mesta spennan verði að sjá hverjir líta við. „Mér finnst það nú eiginlega mesta spennan í dag, það er hvort og þá hvaða forsetaframbjóðendur mæta," segir Kristófer.

Reykjavík síðdegis hefst strax að loknum fréttum klukkan fjögur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×