Innlent

Ólafur fær yfir helming

BBI skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson fengi rúman helming atkvæða samkvæmt nýrri könnun Gallup. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Tíu prósent aðspurðra tóku ekki afstöðu.

Gallup lauk við könnunina í dag. Úrtakið samanstóð af 1300 manna viðhorfshóp og 800 manna slembiúrtak úr þjóðskrá.

Spurt var: Hvern eftirfarandi myndirðu kjósa, yrði kosið til forseta í dag? Ólafur Ragnar Grímsson fengi 50,8%. Þóra Arnórsdóttir fengi 33,6%. Ari Trausti fengi 9,3%. Herdís Þorgeirsdóttir fengi 3,4%. Andrea fengi 2,5% og Hannes Bjarnason fengi hálft prósent atkvæða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×