Þóra segist ekki vilja kappræður á kostnað annarra frambjóðanda 2. júní 2012 11:45 Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hefur afþakkað boð um að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í kappræðum á Stöð 2 næstkomandi sunnudag. Ástæðan er sú að öðrum frambjóðendum til forsetambættisins var ekki boðið til kappræðnanna og segir Þóra að hún geti ekki fellt sig við það. Þannig segir hún í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla fyrir stundu: „Ég hef haft það viðmið að svara öllum fjölmiðlum sem hafa óskað eftir viðtali, stórum og litlum, innlendum sem erlendum og hef ekki skipt mér af þeirra fréttamati. Ég hlakka til að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í umræðum í sjónvarpssal, en ekki á kostnað annarra frambjóðenda." Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni:Fyrir nokkru fékk ég boð frá Stöð 2 um að mæta til sjónvarpsumræðna að kvöldi sjómannadags, 3. júní. Ég hef tekið ákvörðun um að þiggja ekki þetta boð og ítreka fyrri áskorun mína til Stöðvar 2 um að breyta viðmiðum sínum um hverjum verði boðið til þessarar fyrstu sjónvarpsumræðu.Þegar boðið barst mér sendi ég forsvarsmanni Stöðvarinnar bréf og óskaði eftir því að fyrirkomulag umræðunnar yrði endurskoðað. Lýsti ég því sjónarmiði að þátturinn markaði í raun upphaf kosningabaráttunnar. Það væri okkar litla lýðræðisríki nauðsynlegt á þessum tímapunkti að allir þeir sem fengið hefðu staðfestingu á löglegu framboði fengju jafnt tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ég þáði því aldrei boðið.Ég hef haft það viðmið að svara öllum fjölmiðlum sem hafa óskað eftir viðtali, stórum og litlum, innlendum sem erlendum og hef ekki skipt mér af þeirra fréttamati. Ég hlakka til að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í umræðum í sjónvarpssal, en ekki á kostnað annarra frambjóðenda.Það er ekki sjálfsagt fyrir frambjóðanda að afþakka tækifæri til þess að koma fram í sjónvarpi í beinni útsendingu í meira en klukkustund og koma sinni sýn á framfæri.En ég hef sagt frá upphafi að ég vilji geta verið stolt af öllu því sem ég hef sagt og gert í þessari kosningabaráttu - og það gengur einfaldlega gegn minni sannfæringu og réttlætiskennd að þiggja þetta boð.Þóra Arnórsdóttir. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hefur afþakkað boð um að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í kappræðum á Stöð 2 næstkomandi sunnudag. Ástæðan er sú að öðrum frambjóðendum til forsetambættisins var ekki boðið til kappræðnanna og segir Þóra að hún geti ekki fellt sig við það. Þannig segir hún í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla fyrir stundu: „Ég hef haft það viðmið að svara öllum fjölmiðlum sem hafa óskað eftir viðtali, stórum og litlum, innlendum sem erlendum og hef ekki skipt mér af þeirra fréttamati. Ég hlakka til að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í umræðum í sjónvarpssal, en ekki á kostnað annarra frambjóðenda." Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni:Fyrir nokkru fékk ég boð frá Stöð 2 um að mæta til sjónvarpsumræðna að kvöldi sjómannadags, 3. júní. Ég hef tekið ákvörðun um að þiggja ekki þetta boð og ítreka fyrri áskorun mína til Stöðvar 2 um að breyta viðmiðum sínum um hverjum verði boðið til þessarar fyrstu sjónvarpsumræðu.Þegar boðið barst mér sendi ég forsvarsmanni Stöðvarinnar bréf og óskaði eftir því að fyrirkomulag umræðunnar yrði endurskoðað. Lýsti ég því sjónarmiði að þátturinn markaði í raun upphaf kosningabaráttunnar. Það væri okkar litla lýðræðisríki nauðsynlegt á þessum tímapunkti að allir þeir sem fengið hefðu staðfestingu á löglegu framboði fengju jafnt tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ég þáði því aldrei boðið.Ég hef haft það viðmið að svara öllum fjölmiðlum sem hafa óskað eftir viðtali, stórum og litlum, innlendum sem erlendum og hef ekki skipt mér af þeirra fréttamati. Ég hlakka til að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í umræðum í sjónvarpssal, en ekki á kostnað annarra frambjóðenda.Það er ekki sjálfsagt fyrir frambjóðanda að afþakka tækifæri til þess að koma fram í sjónvarpi í beinni útsendingu í meira en klukkustund og koma sinni sýn á framfæri.En ég hef sagt frá upphafi að ég vilji geta verið stolt af öllu því sem ég hef sagt og gert í þessari kosningabaráttu - og það gengur einfaldlega gegn minni sannfæringu og réttlætiskennd að þiggja þetta boð.Þóra Arnórsdóttir.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent