Innlent

"Niðurstaðan kemur ekki á óvart"

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Páll Magnússon, útvarpsstjóri.
Páll Magnússon, útvarpsstjóri.
Páll Magnússon, útvarpsstjóri, fagnar niðurstöðu álitsgerðar sem unnin var um hæfi RÚV til að fjalla um forsetakosningarnar í ár. „Niðurstaðan kemur ekki á óvart," segir Páll. „En við töldum rétt að útkljá þessi mál."

Það voru þeir Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild, sem unnu álitsgerðina. Þar kemur fram að Ríkisútvarpið telst ekki vanhæft til að fjalla um kosningarnar — þó svo að Þóra Arnórsdóttir og eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, hafi starfað hjá stofnuninni um árabil og séu nú í launalausu leyfi.

Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, fór fram að samstarfsmenn Þóru og Svavars kæmu ekki að dagskrárgerð Ríkisútvarpsins vegna kosninganna. Í kjölfarið var ákveðið að vinna álitsgerð um stöðu RÚV.

„Við hlustuðum á gagnrýni frambjóðandans," segir Páll. „Og núna liggur niðurstaðan fyrir.“

Þá segir Páll að niðurstaðan sé auðvitað afar jákvæð fyrir RÚV — það breytir því þó ekki að stofnunin þarf að vanda verk sín í aðdraganda kosninga.

„Sú staðreynd að einn frambjóðandi er samstarfsmaður okkar kallar einfaldlega á meiri vandvirkni af hálfu RÚV," segir Páll að lokum.


Tengdar fréttir

Forsetakosningar 2012: RÚV ekki vanhæft

Samkvæmt niðurstöðu álitsgerðar þeirra Róbert Spanó, forseta lagadeildar Háskóla Íslands og Trausta Fannars Valssonar, lektors við lagadeild, telst Ríkisútvarpið ekki vanhæft til að fjalla um forsetakosningar 2012 - þó svo að Þóra Arnórsdóttir og eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, hafi starfað hjá stofnuninni um árabil og séu í launalausu leyfi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×