Enski boltinn

Rauða spjaldið hjá Adebayor var dýrkeypt

Howard Webb hendir hér Adebayor af velli.
Howard Webb hendir hér Adebayor af velli.
Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham, var heldur betur í sviðsljósinu þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll í dag. Hann byrjaði á því að koma Spurs yfir í leiknum en var svo rekinn af velli skömmu síðar eftir heimskulega tæklingu.

Arsenal nýtti sér heldur betur liðsmuninn og valtaði yfir Spurs með fjórum mörkum. Gestirnir áttu sér ekki viðreisnar von. Gareth Bale klóraði í bakkann fyrir Tottenham en það var of lítið og of seint. Sannfærandi 5-2 sigur hjá Arsenal en Walcott skoraði síðasta markið í uppbótartíma.

Gylfi Þór Sigurðsson sat á bekk Spurs allan leikinn.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×