Innlent

Ræður allra forsetaframbjóðendanna á Vísi

BBI skrifar
Forsetaefnin komu saman í Iðnó í gær á fundi og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Nú eru framsöguræður allra frambjóðendanna komnar inn á Vísi.

Í framsöguræðu Andreu Ólafsdóttur kom fram að hlutverk forsetans væri einfaldlega ekki ópólitískt. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins.

Í framsöguræðu Ara Trausta sagði að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar.

Í framsöguræðu Ástþórs Magnússonar gagnrýndi hann fjölmiðla landsins og sagði þá ráðskast með lýðræðið.

Í framsöguræðu Hannesar Bjarnasonar kom fram að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu.

Í framsöguræðu Herdísar Þorgeirsdóttur viðraði hún áhyggjur af fjármálaöflum sem hafa sífellt meiri áhrif á stjórnskipan landsins og stjórnmál.

Í framsöguræðu Ólafs Ragnars Grímssonar kom fram að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar fælist ekki í gömlu stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna.

Í framsöguræðu Þóru Arnórsdóttur fjallaði hún ítarlega um frumvarp stjórnlagaráðs og taldi vægi forseta svipað og nú er miðað við frumvarpið.

Vísir minnir á nýjan kosningavef á slóðinni visir.is/forsetakosningar þar sem fylgst verður náið með aðdraganda forsetakosninganna sem fram fara 30. júní næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×