Innlent

Svíþjóð vann Eurovision - Ísland með 46 stig

Sænska söngkonan Loreen sigraði í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Aserbaídsjan í kvöld, lagið fékk 372 stig. Greta Salóme og Jónsi stóðu sig með stakri prýði en enduðu með 46 stig eða í 19. sæti.

Það varð fljótt ljóst að Svíþjóð myndi fara með sigur úr býtum í kvöld og voru fá lönd sem ógnuðu Loreen. Hægt er að sjá sigurlagið hér.

Ísland fékk ekki atkvæði fyrr en nítjánda landið birti niðurstöður sínar en það voru íbúar Slóveníu sem gáfu okkur fjögur stig. Þar á eftir fengum við eitt stig frá Kýpur.

Frændur okkar í Noregi gáfu íslenska laginu 5 stig. Þar á eftir fengum við 6 stig frá Eistlandi og hið sama var upp á teningnum þegar Danir kynntu stig sín.

Þá fengu Íslendingar 4 stig frá Spánverjum, sjö stig frá Finnum, þrjú stig frá Þjóðverjum og sex stig frá Ungverjum

Matthías Matthíasson kynnti stig Íslendinga. Við gáfum Kýpur 8 stig, Eistlandi 10 stig og Svíþjóð 12 stig.

Þá hefur einnig komið í ljós að Ísland lenti í 8. sæti í forkeppninni á þriðjudaginn. Rússland var þar efst á blaði, Albanía í öðru sæti og Rúmenía í því þriðja.

Hér fyrir ofan má sjá flutning Gretu Salóme og Jónsa frá því fyrr í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×