Innlent

Íslendingar greiddu um 68 þúsund atkvæði

Boði Logason skrifar
Sænska pían Loreen sigraði keppnina, en hún söng lagið Euphoria. Íslendingar gáfu Svíum 12 stig, líkt og margar aðrar þjóðir gerðu.
Sænska pían Loreen sigraði keppnina, en hún söng lagið Euphoria. Íslendingar gáfu Svíum 12 stig, líkt og margar aðrar þjóðir gerðu. mynd/afp
Íslendingar greiddu hátt í 68 þúsund atkvæði í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn. Flest atkvæðin fóru til Svíþjóðar, sem sigraði í keppninni, og næstflest til Eistlands sem fékk 10 stig frá Íslendingum.

Langflest atkvæðin komu í gegnum símanúmer, eða 62.961 og 4.482 í gegnum SMS, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu. Hvert atkvæði kostaði 119 krónur þannig að alls greiddu Íslendingar atkvæði fyrir um átta milljónir króna.

Sú upphæð er notuð til að standa undir rekstri Eurovision-keppninnar sjálfrar. Samkvæmt upplýsingum RÚV skilar sér einnig einhver hluti af upphæðinni til baka til Íslands, bæði til símafyrirtækisins og til RÚV.

Jónsi og Gréta enduðu í 19. - 20. sæti og stóðu sig með stakri prýði með laginu „Never Forget". Eins og fyrr segir unnu Svíar keppnina í ár, með laginu Euphoria.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×