Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík 0-4 Keflavík Stefán Hirst Friðriksson á Grindavíkurvelli skrifar 10. maí 2012 18:15 Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur. mynd/daníel Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína í Grindavík í fyrsta heimaleik Grindavíkurliðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Keflavík vann 4-0 stórsigur eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Keflvíkingar ætla að koma á óvart í upphafi móts en ekki var búist mikið af liðinu í sumar. Bæði lið fóru rólega af stað í leiknum en gestirnir úr Keflavík tóku fljótt við sér og náðu snemma fullri stjórn á leiknum. Miðjumaðurinn, Frans Elvarsson, kom Keflavík yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum með skoti fyrir utan vítateig sem fór undir Óskar Pétursson, markvörð Grindavíkur. Frans bætti svo við öðru marki korteri seinna en hann lagði boltann snyrtilega undir Óskar í markinu eftir góða stungusendingu Guðmundar Steinarssonar. Keflvíkingar voru ekki hættir því að fjórum mínútum síðar átti Hilmar Geir Eiðsson góða fyrirgjöf sem lenti beint fyrir fætur Arnórs Ingva Traustasonar sem lét sér ekki segjast og hamraði boltanum upp í þaknetið. Ótrúlegar hálfleikstölur í Grindavík. Ef einhver von var fyrir Grindavík að koma til baka í leiknum var hún endanlega úti í byrjun síðari hálfleiksins. Einar Orri Einarsson skoraði þá gott skallamark, Keflvíkingar komnir fjórum mörkum yfir og leikurinn búinn. Það fjaraði tiltölulega mikið undan leiknum eftir markið enda sigur Keflavík í höfn. Síðari hálfleikurinn var því í rauninni tilþrifalítill og sigldi Keflavík að lokum öruggum 4-0 sigri í hús. Keflvíkingar voru virkilega öflugir í leiknum og geta þeir verið stoltir af frammistöðu sinni. Þeir sundurspiluðu heimamenn í leiknum og stærð sigursins var sanngjarn. Það verður að setja stórt spurningamerki við framgöngu Grindavíkur í leiknum en þeir mættu hreinlega ekki til leiks hér í kvöld. Hrikaleg frammistaða og stórundarleg eftir hetjulega baráttu í síðustu umferð gegn FH-ingum. Zoran: Bara búnir að vinna einn leik„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með þrjú stig hérna í dag. Við spilum virkilega vel í kvöld. Við vorum þolinmóðir á boltann og vorum að skapa okkur fullt af færum," sagði Zoran. „Það var miklu meiri vilji í okkur í leiknum og ætluðum við að bæta fyrir frammistöðu síðasta leiks, sem við klúðruðum. Ég er virkilega ánægður með frammistöðu leikmanna, en þeir voru að leggja sig 100% fram. „Við erum ánægðir með okkar byrjun í mótinu. Það er gott að vera komnir með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum en við megum ekki slaka á. Við erum bara búnir að vinna einn leik af tuttugu og tveimur og verðum við að einbeita okkur að næsta leik," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavík, sáttur í leikslok. Guðjón: Menn eru bara að tipla um„Við vorum bara mjög slakir. Keflvíkingarnir vildu þetta mun meira í öllu sem við kom leiknum. Þeir voru miklu grimmari og vorum við í rauninni bara skugginn af sjálfum okkur frá síðasta leik. Við vorum flatfóta og flatir í vörninni. Við vorum virkilega daprir í allt kvöld," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera huglægt mikið frekar en líkamlegt. Menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig gegn FH þar sem þeir hræddust leikinn. Svo komum við hingað á heimavöll og menn eru bara að tipla um. Keflvíkingarnir voru mjög fastir fyrir og grimmir í leiknum og svörum við þeim aldrei. Það er mjög alvarlegt að menn séu ekki tilbúnir að mæta almennilega til leiks í svona leik. Ef þetta er það sem menn ætla að bjóða upp á á heimavelli þá er staðan hjá okkur slæm," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. Frans: Kemur meira frá mér í sumar„Það er mjög skemmtilegt og sérstakt að vinna Grindvík. Þetta var betra en ég bjóst við. Við bjuggumst við þéttum varnarleik þeirra en þetta var allt auðveldara en við bjuggumst við," sagði Frans. Frans skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins. Hann var að vonum ánægður með sína frammistöðu. „Ég var nokkuð sáttur með með mína frammistöðu. Ég er ánægður að skora tvö mörk en ég veit að ég get meira. Það kemur meira frá mér í sumar," sagði Frans Elvarsson, leikmaður Keflavík að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína í Grindavík í fyrsta heimaleik Grindavíkurliðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Keflavík vann 4-0 stórsigur eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Keflvíkingar ætla að koma á óvart í upphafi móts en ekki var búist mikið af liðinu í sumar. Bæði lið fóru rólega af stað í leiknum en gestirnir úr Keflavík tóku fljótt við sér og náðu snemma fullri stjórn á leiknum. Miðjumaðurinn, Frans Elvarsson, kom Keflavík yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum með skoti fyrir utan vítateig sem fór undir Óskar Pétursson, markvörð Grindavíkur. Frans bætti svo við öðru marki korteri seinna en hann lagði boltann snyrtilega undir Óskar í markinu eftir góða stungusendingu Guðmundar Steinarssonar. Keflvíkingar voru ekki hættir því að fjórum mínútum síðar átti Hilmar Geir Eiðsson góða fyrirgjöf sem lenti beint fyrir fætur Arnórs Ingva Traustasonar sem lét sér ekki segjast og hamraði boltanum upp í þaknetið. Ótrúlegar hálfleikstölur í Grindavík. Ef einhver von var fyrir Grindavík að koma til baka í leiknum var hún endanlega úti í byrjun síðari hálfleiksins. Einar Orri Einarsson skoraði þá gott skallamark, Keflvíkingar komnir fjórum mörkum yfir og leikurinn búinn. Það fjaraði tiltölulega mikið undan leiknum eftir markið enda sigur Keflavík í höfn. Síðari hálfleikurinn var því í rauninni tilþrifalítill og sigldi Keflavík að lokum öruggum 4-0 sigri í hús. Keflvíkingar voru virkilega öflugir í leiknum og geta þeir verið stoltir af frammistöðu sinni. Þeir sundurspiluðu heimamenn í leiknum og stærð sigursins var sanngjarn. Það verður að setja stórt spurningamerki við framgöngu Grindavíkur í leiknum en þeir mættu hreinlega ekki til leiks hér í kvöld. Hrikaleg frammistaða og stórundarleg eftir hetjulega baráttu í síðustu umferð gegn FH-ingum. Zoran: Bara búnir að vinna einn leik„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með þrjú stig hérna í dag. Við spilum virkilega vel í kvöld. Við vorum þolinmóðir á boltann og vorum að skapa okkur fullt af færum," sagði Zoran. „Það var miklu meiri vilji í okkur í leiknum og ætluðum við að bæta fyrir frammistöðu síðasta leiks, sem við klúðruðum. Ég er virkilega ánægður með frammistöðu leikmanna, en þeir voru að leggja sig 100% fram. „Við erum ánægðir með okkar byrjun í mótinu. Það er gott að vera komnir með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum en við megum ekki slaka á. Við erum bara búnir að vinna einn leik af tuttugu og tveimur og verðum við að einbeita okkur að næsta leik," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavík, sáttur í leikslok. Guðjón: Menn eru bara að tipla um„Við vorum bara mjög slakir. Keflvíkingarnir vildu þetta mun meira í öllu sem við kom leiknum. Þeir voru miklu grimmari og vorum við í rauninni bara skugginn af sjálfum okkur frá síðasta leik. Við vorum flatfóta og flatir í vörninni. Við vorum virkilega daprir í allt kvöld," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera huglægt mikið frekar en líkamlegt. Menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig gegn FH þar sem þeir hræddust leikinn. Svo komum við hingað á heimavöll og menn eru bara að tipla um. Keflvíkingarnir voru mjög fastir fyrir og grimmir í leiknum og svörum við þeim aldrei. Það er mjög alvarlegt að menn séu ekki tilbúnir að mæta almennilega til leiks í svona leik. Ef þetta er það sem menn ætla að bjóða upp á á heimavelli þá er staðan hjá okkur slæm," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. Frans: Kemur meira frá mér í sumar„Það er mjög skemmtilegt og sérstakt að vinna Grindvík. Þetta var betra en ég bjóst við. Við bjuggumst við þéttum varnarleik þeirra en þetta var allt auðveldara en við bjuggumst við," sagði Frans. Frans skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins. Hann var að vonum ánægður með sína frammistöðu. „Ég var nokkuð sáttur með með mína frammistöðu. Ég er ánægður að skora tvö mörk en ég veit að ég get meira. Það kemur meira frá mér í sumar," sagði Frans Elvarsson, leikmaður Keflavík að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira