Fótbolti

Emre: Ég er ekki rasisti eins og Suarez

Emre.
Emre.
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Emre segist ekki vera rasisti eins og Luis Suarez og tekur það mjög nærri sér að vera sakaður um kynþáttaníð.Didier Zokora hjá Trabzonspor ásakaði Emre um kynþáttaníð í sinn garð. Emre á upphaflega að hafa viðurkennt verknaðinn en hann segir nú að um algjöran misskilning sé að ræða. Hann hafi misskilið spurningu blaðamanns."Ég var að keyra og í útvarpsviðtali þegar ég fékk spurninguna og skildi hana ekki alveg. Ég hélt fyrst að hann hefði spurt hvort ég hefði öskrað blótsyrðum að Zokora og ég játti því," sagði Emre."Ég get staðfest það að ég kallaði hann ekki negra. Sem manneskja þá get ég ekki sætt mig við kynþáttaníð. Ég hef fengið að heyra ýmsan viðbjóð í minn garð."Luis Suarez kallaði Patrice Evra niggara fjórum eða fimm sinnum og nú er allt í einu búið að setja mig i sama flokk. Ég kann illa við það."Emre fékk tveggja leikja bann fyrir dónaskap en ekki kynþáttaníð á endanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.