Mourinho klár í aðra atlögu að Meistaradeildartitlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2012 10:56 Mourinho ætlar sér enn stærri hluti með Real Madrid. Nordic Photos / AFP Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir stíganda í árangri liðs síns og að tapið gegn Bayern München auki á áhuga hans að stýra liðinu á næstu leiktíð. Þá verði gerð önnur atlaga að Meistaradeildartitilinum. Mourinho, sem unnið hefur Meistaradeildina með Porto (2004) og Inter (2009) á knattspyrnustjóraferli sínum, var brattur á blaðamannfundinum eftir að lið hans féll á dramatískan hátt úr keppninni að lokinni vítaspyrnukeppni gegn Bæjurum í gærkvöldi. Töluvert hefur verið rætt um framtíð Mourinho í vetur og hugsanlega endurkomu hans í enska boltann. Enska félagið Chelsea, sem Mourinho stýrði á árunum 2004-2007, hefur verið nefndt sem líklegur áfangastaður en Mourinho segir sig og leikmenn sína eiga óunnið verk í Madríd. „Það hafði mikla þýðingu að vinna Konungsbikarinn á síðustu leiktíð. Ef okkur tekst að klára deildina í ár hefur það einnig mikla þýðingu. Að komast í undanúrslit í Meistaradeildinni tvö ár í röð er heldur ekki slæmur árangur en við viljum meira," sagði Portúgalinn litríki. „Ég hef trú á því að við getum enn bætt okkur sem lið og félagið getur einnig styrkt sig. Félög þurfa að aðlagast breyttum tímum. Stórkostleg bifreið á níunda áratugnum heldur ekki yfirburðum sínum að óbreyttu á tíunda áratugnum eða á 21. öldinni," sagði Mourinho og gaf í skyn að hann teldi breytinga þörf hjá félaginu. Þó hefur Mourinho fengið meira sjálfræði í starfi knattspyrnustjóra en flestir forverar hans í starfi. Áttum skilið að vinnaMourinho taldi Real Madrid hafa átt sigurinn skilið í viðureign sinni við Bayern München. Hann sagði stöðuna erfiða þegar félag í harðri baráttu í deildinni í heimalandinu mætir liði sem getur einbeitt sér að Meistaradeildinni. Vísaði hann þar í útileik Real Madrid gegn Barcelona í spænsku deildinni um liðna helgi á sama tíma og Bæjarar gátu hvílt lykilmenn í sínum deildarleik. „Ég lenti í því sama þegar Chelsea mætti Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool var 30 stigum frá toppnum og tefldu fram varaliði gegn Fulham á meðan Chelsea stillti upp sínu sterkasta liði í öllum deildarleikjum til að geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn," sagði Mourinho og benti á að hið sama gilti um Barcelona sem hefði dottið út gegn Chelsea. Úrslitaleikur Bayern München og Chelsea fer fram laugardagskvöldið 19. maí á Allianz-leikvanginum í München, heimavelli Bæjara. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir stíganda í árangri liðs síns og að tapið gegn Bayern München auki á áhuga hans að stýra liðinu á næstu leiktíð. Þá verði gerð önnur atlaga að Meistaradeildartitilinum. Mourinho, sem unnið hefur Meistaradeildina með Porto (2004) og Inter (2009) á knattspyrnustjóraferli sínum, var brattur á blaðamannfundinum eftir að lið hans féll á dramatískan hátt úr keppninni að lokinni vítaspyrnukeppni gegn Bæjurum í gærkvöldi. Töluvert hefur verið rætt um framtíð Mourinho í vetur og hugsanlega endurkomu hans í enska boltann. Enska félagið Chelsea, sem Mourinho stýrði á árunum 2004-2007, hefur verið nefndt sem líklegur áfangastaður en Mourinho segir sig og leikmenn sína eiga óunnið verk í Madríd. „Það hafði mikla þýðingu að vinna Konungsbikarinn á síðustu leiktíð. Ef okkur tekst að klára deildina í ár hefur það einnig mikla þýðingu. Að komast í undanúrslit í Meistaradeildinni tvö ár í röð er heldur ekki slæmur árangur en við viljum meira," sagði Portúgalinn litríki. „Ég hef trú á því að við getum enn bætt okkur sem lið og félagið getur einnig styrkt sig. Félög þurfa að aðlagast breyttum tímum. Stórkostleg bifreið á níunda áratugnum heldur ekki yfirburðum sínum að óbreyttu á tíunda áratugnum eða á 21. öldinni," sagði Mourinho og gaf í skyn að hann teldi breytinga þörf hjá félaginu. Þó hefur Mourinho fengið meira sjálfræði í starfi knattspyrnustjóra en flestir forverar hans í starfi. Áttum skilið að vinnaMourinho taldi Real Madrid hafa átt sigurinn skilið í viðureign sinni við Bayern München. Hann sagði stöðuna erfiða þegar félag í harðri baráttu í deildinni í heimalandinu mætir liði sem getur einbeitt sér að Meistaradeildinni. Vísaði hann þar í útileik Real Madrid gegn Barcelona í spænsku deildinni um liðna helgi á sama tíma og Bæjarar gátu hvílt lykilmenn í sínum deildarleik. „Ég lenti í því sama þegar Chelsea mætti Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool var 30 stigum frá toppnum og tefldu fram varaliði gegn Fulham á meðan Chelsea stillti upp sínu sterkasta liði í öllum deildarleikjum til að geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn," sagði Mourinho og benti á að hið sama gilti um Barcelona sem hefði dottið út gegn Chelsea. Úrslitaleikur Bayern München og Chelsea fer fram laugardagskvöldið 19. maí á Allianz-leikvanginum í München, heimavelli Bæjara.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira