Hugsanlegt að Falun Gong iðkendur verði með friðsama áminningu 11. apríl 2012 14:28 Falung Gong iðkendur árið 2002. Iðkendurnir hafa af einhverjum ástæðum verið álitnir ógn við kínverska alþýðulýðveldinu af óljósum ástæðum. „Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. Heimsókn hans kemur á sama tíma og Guðmundur Steingrímsson ásamt tíu öðrum þingmönnum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir opinberlega afsökunar og þeim greiddar skaðabætur. Ástæðan eru ofsafengin viðbrögð stjórnvalda gagnvart iðkendum Falun Gong árið 2002 þegar Jiang Zemin Kínaforseti var hér í opinberri heimsókn fyrir 10 árum síðan. Þá voru iðkendur stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á grundvelli svarts lista og þeim gert að gista í grunnskóla í Njarðvík. Kínverska alþýðulýðveldið hefur skilgreint Falun Gong sem ógn við ríkið, en ógnin er heldur óskilgreind, enda um friðsaman hóp að ræða eins og dæmin hafa margsannað. Iðkendur hafa engu að síður verið ofsóttir í Kína. Þannig segir Þórdís að kínversk yfirvöld hafi jafnvel stolið líffærum úr iðkendum Falun Gong og selt. Þar vísar hún í skýrslu David Matas og David Kilgour mannréttindalögfræðinga, sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels fyrir rannsókn sína "Bloody harvest" á meintum líffærastuldi kínverskra yfirvalda úr lifandi Falun Gong iðkendum. Spurð hvort hún óttist að sagan endurtaki sig, nú tíu árum síðar, svarar Þórdís: „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðæðisríki."Þórdís Hauksdóttir, Falung Gong iðkandi.Hún bætir við að þeir sem hafi gagnrýnt framferði íslenskra stjórnvalda hvað mest árið 2002 hafi verið þeir sem halda um stjórnartaumana í dag. Meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist vonast til þess að heimsókn kínverska forsætisráðherrans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um stóra samhengið í mannréttindamálum. „Og hvar við viljum staðsetja okkur í samfélagi þjóðanna," bætir hún við. Hún bendir á að forsætisráðherrann í Kína hafi þótt umbótasinnaður og því ekki gefið að hann verði með líkar kröfur og voru gerðar til íslenska ríkisins árið 2002. Spurð hvort Falun Gong muni mótmæla komu forsætisráðherrans til landsins útskýrir Þórdís að iðkendur Falun Gong mótmæla ekki. Um sé að ræða friðsamlega áminningu. „Og þessi heimsókn gæti orðið tilefni til þess," svarar hún svo og bætir við að von hafi verið á nokkrum útlendum iðkendum vegna þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar. Það verður því athyglisvert að sjá hver viðbrögð stjórnvalda verða, krefjist leiðtoginn þess að för iðkenda Falun Gong verði heft með einhverju móti. Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
„Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. Heimsókn hans kemur á sama tíma og Guðmundur Steingrímsson ásamt tíu öðrum þingmönnum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir opinberlega afsökunar og þeim greiddar skaðabætur. Ástæðan eru ofsafengin viðbrögð stjórnvalda gagnvart iðkendum Falun Gong árið 2002 þegar Jiang Zemin Kínaforseti var hér í opinberri heimsókn fyrir 10 árum síðan. Þá voru iðkendur stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á grundvelli svarts lista og þeim gert að gista í grunnskóla í Njarðvík. Kínverska alþýðulýðveldið hefur skilgreint Falun Gong sem ógn við ríkið, en ógnin er heldur óskilgreind, enda um friðsaman hóp að ræða eins og dæmin hafa margsannað. Iðkendur hafa engu að síður verið ofsóttir í Kína. Þannig segir Þórdís að kínversk yfirvöld hafi jafnvel stolið líffærum úr iðkendum Falun Gong og selt. Þar vísar hún í skýrslu David Matas og David Kilgour mannréttindalögfræðinga, sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels fyrir rannsókn sína "Bloody harvest" á meintum líffærastuldi kínverskra yfirvalda úr lifandi Falun Gong iðkendum. Spurð hvort hún óttist að sagan endurtaki sig, nú tíu árum síðar, svarar Þórdís: „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðæðisríki."Þórdís Hauksdóttir, Falung Gong iðkandi.Hún bætir við að þeir sem hafi gagnrýnt framferði íslenskra stjórnvalda hvað mest árið 2002 hafi verið þeir sem halda um stjórnartaumana í dag. Meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist vonast til þess að heimsókn kínverska forsætisráðherrans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um stóra samhengið í mannréttindamálum. „Og hvar við viljum staðsetja okkur í samfélagi þjóðanna," bætir hún við. Hún bendir á að forsætisráðherrann í Kína hafi þótt umbótasinnaður og því ekki gefið að hann verði með líkar kröfur og voru gerðar til íslenska ríkisins árið 2002. Spurð hvort Falun Gong muni mótmæla komu forsætisráðherrans til landsins útskýrir Þórdís að iðkendur Falun Gong mótmæla ekki. Um sé að ræða friðsamlega áminningu. „Og þessi heimsókn gæti orðið tilefni til þess," svarar hún svo og bætir við að von hafi verið á nokkrum útlendum iðkendum vegna þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar. Það verður því athyglisvert að sjá hver viðbrögð stjórnvalda verða, krefjist leiðtoginn þess að för iðkenda Falun Gong verði heft með einhverju móti.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?