Hugsanlegt að Falun Gong iðkendur verði með friðsama áminningu 11. apríl 2012 14:28 Falung Gong iðkendur árið 2002. Iðkendurnir hafa af einhverjum ástæðum verið álitnir ógn við kínverska alþýðulýðveldinu af óljósum ástæðum. „Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. Heimsókn hans kemur á sama tíma og Guðmundur Steingrímsson ásamt tíu öðrum þingmönnum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir opinberlega afsökunar og þeim greiddar skaðabætur. Ástæðan eru ofsafengin viðbrögð stjórnvalda gagnvart iðkendum Falun Gong árið 2002 þegar Jiang Zemin Kínaforseti var hér í opinberri heimsókn fyrir 10 árum síðan. Þá voru iðkendur stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á grundvelli svarts lista og þeim gert að gista í grunnskóla í Njarðvík. Kínverska alþýðulýðveldið hefur skilgreint Falun Gong sem ógn við ríkið, en ógnin er heldur óskilgreind, enda um friðsaman hóp að ræða eins og dæmin hafa margsannað. Iðkendur hafa engu að síður verið ofsóttir í Kína. Þannig segir Þórdís að kínversk yfirvöld hafi jafnvel stolið líffærum úr iðkendum Falun Gong og selt. Þar vísar hún í skýrslu David Matas og David Kilgour mannréttindalögfræðinga, sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels fyrir rannsókn sína "Bloody harvest" á meintum líffærastuldi kínverskra yfirvalda úr lifandi Falun Gong iðkendum. Spurð hvort hún óttist að sagan endurtaki sig, nú tíu árum síðar, svarar Þórdís: „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðæðisríki."Þórdís Hauksdóttir, Falung Gong iðkandi.Hún bætir við að þeir sem hafi gagnrýnt framferði íslenskra stjórnvalda hvað mest árið 2002 hafi verið þeir sem halda um stjórnartaumana í dag. Meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist vonast til þess að heimsókn kínverska forsætisráðherrans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um stóra samhengið í mannréttindamálum. „Og hvar við viljum staðsetja okkur í samfélagi þjóðanna," bætir hún við. Hún bendir á að forsætisráðherrann í Kína hafi þótt umbótasinnaður og því ekki gefið að hann verði með líkar kröfur og voru gerðar til íslenska ríkisins árið 2002. Spurð hvort Falun Gong muni mótmæla komu forsætisráðherrans til landsins útskýrir Þórdís að iðkendur Falun Gong mótmæla ekki. Um sé að ræða friðsamlega áminningu. „Og þessi heimsókn gæti orðið tilefni til þess," svarar hún svo og bætir við að von hafi verið á nokkrum útlendum iðkendum vegna þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar. Það verður því athyglisvert að sjá hver viðbrögð stjórnvalda verða, krefjist leiðtoginn þess að för iðkenda Falun Gong verði heft með einhverju móti. Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
„Vonandi verður heimsókn hans tækifæri til þess að hreinsa okkur af þeirri smán sem við vorum sek um árið 2002," segir Þórdís Hauksdóttir, menntaskólakennari og Falun Gong iðkandi, þegar hún er innt viðbragða vegna fyrirhugaðrar heimsóknar forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao. Forsætisráðuneytið tilkynnti í hádeginu að von væri á ráðherranum í seinni hluta apríl mánaðar. Heimsókn hans kemur á sama tíma og Guðmundur Steingrímsson ásamt tíu öðrum þingmönnum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir opinberlega afsökunar og þeim greiddar skaðabætur. Ástæðan eru ofsafengin viðbrögð stjórnvalda gagnvart iðkendum Falun Gong árið 2002 þegar Jiang Zemin Kínaforseti var hér í opinberri heimsókn fyrir 10 árum síðan. Þá voru iðkendur stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á grundvelli svarts lista og þeim gert að gista í grunnskóla í Njarðvík. Kínverska alþýðulýðveldið hefur skilgreint Falun Gong sem ógn við ríkið, en ógnin er heldur óskilgreind, enda um friðsaman hóp að ræða eins og dæmin hafa margsannað. Iðkendur hafa engu að síður verið ofsóttir í Kína. Þannig segir Þórdís að kínversk yfirvöld hafi jafnvel stolið líffærum úr iðkendum Falun Gong og selt. Þar vísar hún í skýrslu David Matas og David Kilgour mannréttindalögfræðinga, sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels fyrir rannsókn sína "Bloody harvest" á meintum líffærastuldi kínverskra yfirvalda úr lifandi Falun Gong iðkendum. Spurð hvort hún óttist að sagan endurtaki sig, nú tíu árum síðar, svarar Þórdís: „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðæðisríki."Þórdís Hauksdóttir, Falung Gong iðkandi.Hún bætir við að þeir sem hafi gagnrýnt framferði íslenskra stjórnvalda hvað mest árið 2002 hafi verið þeir sem halda um stjórnartaumana í dag. Meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún segist vonast til þess að heimsókn kínverska forsætisráðherrans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um stóra samhengið í mannréttindamálum. „Og hvar við viljum staðsetja okkur í samfélagi þjóðanna," bætir hún við. Hún bendir á að forsætisráðherrann í Kína hafi þótt umbótasinnaður og því ekki gefið að hann verði með líkar kröfur og voru gerðar til íslenska ríkisins árið 2002. Spurð hvort Falun Gong muni mótmæla komu forsætisráðherrans til landsins útskýrir Þórdís að iðkendur Falun Gong mótmæla ekki. Um sé að ræða friðsamlega áminningu. „Og þessi heimsókn gæti orðið tilefni til þess," svarar hún svo og bætir við að von hafi verið á nokkrum útlendum iðkendum vegna þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar. Það verður því athyglisvert að sjá hver viðbrögð stjórnvalda verða, krefjist leiðtoginn þess að för iðkenda Falun Gong verði heft með einhverju móti.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Forsætisráðherra Kína væntanlegur til Íslands Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. Boð til forsætisráðherra Kína hefur legið fyrir frá árinu 2006 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi boðsbréf. 11. apríl 2012 12:26