Mikil sorg á Ítalíu eftir fráfall Morosini Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2012 11:00 Piermario Morosini í leik á Ítalíu. Nordic Photos / Getty Images Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað. Morosini var aðeins 25 ára gamall. Hann var í láni hjá Livorno í ítölsku B-deildinni frá Udinese en hann lék áður með ítalska U-21 landsliðinu. Hann hneig niður á 31. mínútu leiksins. Hann var fluttur á sjúkrahús en var látinn áður en þangað var komið. Leikurinn fór fram í borginni Pescara á Ítalíu og yfirmaður hjartadeildar sjúkrahússins sem Morsini var fluttur á var á meðal áhorfenda í leiknum. Sá heitir Leonardo Paloscia og sagði við fréttamenn í gær að Morosini hafi aldrei komist til meðvitundar aftur. Paloscia hljóp inn á völlinn til að aðstoða við endurlífgunartilraunir. „Hjartað hans hætti að slá og var ekkert lífsmark að sjá með honum," sagði hann. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglubifreið hefði verið lagt fyrir innkeyrslu sjúkrabílsins inn á völlinn. Þurfti að brjóta rúðu til að færa bílinn og er fullyrt að sjúkrabíllinn hafi tafist af þeim sökum. Stutt ævi Morosini var þyrnum stráð. Hann var ungur þegar báðir foreldrar hans létust og systkini hans eru líkamlega fötluð. Yngri bróðir hans framdi nýverið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. Morosini ólst upp í Atalanta og fyrrum þjálfari hans í unglingaliði borgarinnar minntist hans í gær. „Ég kynntist honum sem ungum dreng. Hann var frábær strákur sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína - þannig var Piermario." „Líf hans var erfitt. En hann hafði einstaka hæfileika. Hann átti góðan feril í knattspyrnunni og hvert sem hann fór naut hann virðingar. Allir sem kynntust honum höfðu ekkert nema gott um hann að segja. Hann var með hjarta úr gulli." Fjölmargir aðilar víða úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Morosini virðingu sína. Ítalski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira
Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað. Morosini var aðeins 25 ára gamall. Hann var í láni hjá Livorno í ítölsku B-deildinni frá Udinese en hann lék áður með ítalska U-21 landsliðinu. Hann hneig niður á 31. mínútu leiksins. Hann var fluttur á sjúkrahús en var látinn áður en þangað var komið. Leikurinn fór fram í borginni Pescara á Ítalíu og yfirmaður hjartadeildar sjúkrahússins sem Morsini var fluttur á var á meðal áhorfenda í leiknum. Sá heitir Leonardo Paloscia og sagði við fréttamenn í gær að Morosini hafi aldrei komist til meðvitundar aftur. Paloscia hljóp inn á völlinn til að aðstoða við endurlífgunartilraunir. „Hjartað hans hætti að slá og var ekkert lífsmark að sjá með honum," sagði hann. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglubifreið hefði verið lagt fyrir innkeyrslu sjúkrabílsins inn á völlinn. Þurfti að brjóta rúðu til að færa bílinn og er fullyrt að sjúkrabíllinn hafi tafist af þeim sökum. Stutt ævi Morosini var þyrnum stráð. Hann var ungur þegar báðir foreldrar hans létust og systkini hans eru líkamlega fötluð. Yngri bróðir hans framdi nýverið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. Morosini ólst upp í Atalanta og fyrrum þjálfari hans í unglingaliði borgarinnar minntist hans í gær. „Ég kynntist honum sem ungum dreng. Hann var frábær strákur sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína - þannig var Piermario." „Líf hans var erfitt. En hann hafði einstaka hæfileika. Hann átti góðan feril í knattspyrnunni og hvert sem hann fór naut hann virðingar. Allir sem kynntust honum höfðu ekkert nema gott um hann að segja. Hann var með hjarta úr gulli." Fjölmargir aðilar víða úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Morosini virðingu sína.
Ítalski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira