Mikil sorg á Ítalíu eftir fráfall Morosini Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2012 11:00 Piermario Morosini í leik á Ítalíu. Nordic Photos / Getty Images Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað. Morosini var aðeins 25 ára gamall. Hann var í láni hjá Livorno í ítölsku B-deildinni frá Udinese en hann lék áður með ítalska U-21 landsliðinu. Hann hneig niður á 31. mínútu leiksins. Hann var fluttur á sjúkrahús en var látinn áður en þangað var komið. Leikurinn fór fram í borginni Pescara á Ítalíu og yfirmaður hjartadeildar sjúkrahússins sem Morsini var fluttur á var á meðal áhorfenda í leiknum. Sá heitir Leonardo Paloscia og sagði við fréttamenn í gær að Morosini hafi aldrei komist til meðvitundar aftur. Paloscia hljóp inn á völlinn til að aðstoða við endurlífgunartilraunir. „Hjartað hans hætti að slá og var ekkert lífsmark að sjá með honum," sagði hann. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglubifreið hefði verið lagt fyrir innkeyrslu sjúkrabílsins inn á völlinn. Þurfti að brjóta rúðu til að færa bílinn og er fullyrt að sjúkrabíllinn hafi tafist af þeim sökum. Stutt ævi Morosini var þyrnum stráð. Hann var ungur þegar báðir foreldrar hans létust og systkini hans eru líkamlega fötluð. Yngri bróðir hans framdi nýverið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. Morosini ólst upp í Atalanta og fyrrum þjálfari hans í unglingaliði borgarinnar minntist hans í gær. „Ég kynntist honum sem ungum dreng. Hann var frábær strákur sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína - þannig var Piermario." „Líf hans var erfitt. En hann hafði einstaka hæfileika. Hann átti góðan feril í knattspyrnunni og hvert sem hann fór naut hann virðingar. Allir sem kynntust honum höfðu ekkert nema gott um hann að segja. Hann var með hjarta úr gulli." Fjölmargir aðilar víða úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Morosini virðingu sína. Ítalski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað. Morosini var aðeins 25 ára gamall. Hann var í láni hjá Livorno í ítölsku B-deildinni frá Udinese en hann lék áður með ítalska U-21 landsliðinu. Hann hneig niður á 31. mínútu leiksins. Hann var fluttur á sjúkrahús en var látinn áður en þangað var komið. Leikurinn fór fram í borginni Pescara á Ítalíu og yfirmaður hjartadeildar sjúkrahússins sem Morsini var fluttur á var á meðal áhorfenda í leiknum. Sá heitir Leonardo Paloscia og sagði við fréttamenn í gær að Morosini hafi aldrei komist til meðvitundar aftur. Paloscia hljóp inn á völlinn til að aðstoða við endurlífgunartilraunir. „Hjartað hans hætti að slá og var ekkert lífsmark að sjá með honum," sagði hann. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglubifreið hefði verið lagt fyrir innkeyrslu sjúkrabílsins inn á völlinn. Þurfti að brjóta rúðu til að færa bílinn og er fullyrt að sjúkrabíllinn hafi tafist af þeim sökum. Stutt ævi Morosini var þyrnum stráð. Hann var ungur þegar báðir foreldrar hans létust og systkini hans eru líkamlega fötluð. Yngri bróðir hans framdi nýverið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. Morosini ólst upp í Atalanta og fyrrum þjálfari hans í unglingaliði borgarinnar minntist hans í gær. „Ég kynntist honum sem ungum dreng. Hann var frábær strákur sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína - þannig var Piermario." „Líf hans var erfitt. En hann hafði einstaka hæfileika. Hann átti góðan feril í knattspyrnunni og hvert sem hann fór naut hann virðingar. Allir sem kynntust honum höfðu ekkert nema gott um hann að segja. Hann var með hjarta úr gulli." Fjölmargir aðilar víða úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Morosini virðingu sína.
Ítalski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu