Innlent

Þóra náði lágmarksfjölda undirskrifta

Þóra Arnórsdóttir hefur náð lágmarksfjölda undirskrifta í öllum landshlutum vegna forsetaframboðs síns. Stuðningsmenn Þóru hófu söfnun meðmælenda í morgun.

Þóra tilkynnti um þetta á samskiptamiðlinum Twitter fyrir stuttu en þar segir: „Búið er að ná lágmarksfjölda undirskrifta í öllum landshlutum. Þið eruð stórkostleg! Takk!"

Söfnunin fór fram um allt land og tóku um það bil 320 manns þátt í henni.

Sjálf stóðu hjónin vaktina í Fjarðarkaupum og söfnuðu meðmælum.

Hópur fólks kom saman í heilsuverndarstöðinni að Barónsstíg 47 en þar verður aðalkosningaskrifstofa framboðsins.

Þóra þurfti að skila inn minnst 1.500 undirskrifum kosningabærra manna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×