Fótbolti

Blikar eiga sex stráka í 17 ára landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson. Mynd/Heimasíða UEFA
Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari 17 ára landsliðs karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM sem fram fer í Skotlandi 20. til 25. mars næstkomandi. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru auk heimamanna, Danir og Litháar en sigurvegari riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem leikin verður í Slóveníu.

17 ára landsliðið stóð sig frábærlega á síðasta ári þegar liðið varð Norðurlandameistari og vann undanriðil sinn þrátt fyrir að tapa illa í fyrsta leik.

Breiðablik á sex leikmenn í hópnum auk þess að sá sjöundi, Oliver Sigurjónsson hjá AGF, lék áður með Blikum. AGF á tvo leikmenn í hópnum eins og Fylkir og KA.

Fyrsti leikur Íslands verður gegn Dönum, 20. mars og Skotar eru mótherjarnir tveimur dögum síðar. Lokaleikurinn í riðlinum er svo gegn Litháen, 25. mars.

Landsliðshópur U17 karla í milliriðli EM í Ungverjalandi.

Markmenn:

Fannar Hafsteinsson, KA

Rúnar Alex Rúnarsson, KR

Aðrir leikmenn:

Oliver Sigurjónsson, AGF

Orri Sigurður Ómarsson, AGF

Adam Örn Arnarson, Breiðablik

Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Breiðablik

Ingiberg Ólafur Jónsson, Breiðablik

Ósvald Jarl Traustason, Breiðablik

Páll Olgeir Þorsteinsson, Breiðablik

Stefán Þór Pálsson, Breiðablik

Kristján Flóki Finnbogason, FH

Emil Ásmundsson, Fylkir

Hjörtur Hermannsson, Fylkir

Ævar Ingi Jóhannesson, KA

Elías Már Ómarsson, Keflavík

Sindri Björnsson, Leiknir R

Aron Rúnarsson Heiðdal, Stjarnan

Daði Bergsson, Þróttur R




Fleiri fréttir

Sjá meira


×