Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs 16. mars 2012 17:16 Þóra Tómasdóttir. „Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. Þóra segir að ekkert mat hafi verið lagt á sannleiksgildi ásakana Guðrúnar en hún kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. „Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins," segir í tilkynningunni. „Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra." „Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum." Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, svaraði umfjöllun Nýs lífs á vefsíðu Jóns í dag. Þar hafnar hún ásökunum sem birtust í tímaritinu að frænka sín, Guðrún Harðardóttir, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreiti strax frá barnsaldri. Hægt er að lesa fréttatilkynningu Þóru Tómasdóttur hér fyrir neðan: Svar við gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram Jón Baldvin Hannibalsson hefur gagnrýnt harkalega vinnubrögð mín við vinnslu greinar sem birtist í síðasta tölublaði Nýs lífs, þar sem fjallað var um bréfaskriftir hans til Guðrúnar Harðardóttur. Jón Baldvin telur mig stunda óheiðarleg vinnubrögð og stinga málsgögnum sem kynnu að vera honum í hag undir stól. Það er ekki rétt. Ríkissaksóknari taldi Jón Baldvin kunna að hafa brotið íslensk lög með kynferðislegum bréfaskrifum til unglingsstúlku. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu ríkissaksóknara var umföllun Nýs lífs unnin. Augljóst er á nýbirtum greinum Jóns Baldvins og Bryndísar að þau telji að afsökunarbeiðni Jóns Baldvins hefði átt að duga Guðrúnu og koma í veg fyrir að hún segði frá málinu opinberlega. Guðrún var hinsvegar annarar skoðunar og taldi málið eiga erindi við almenning. Afsökunarbeiðni Jóns Baldvins til Guðrúnar kemur ekki í veg fyrir að upplýst sé um verknaðinn í Nýju lífi. Jón Baldvin krafðist þess að fá að lesa umfjöllun Nýs lífs áður en hún birtist og að fá að tjá sig í sama tölublaði. Ég varð ekki við þeirri kröfu og taldi ekki rétt að maður sem samkvæmt ríkissaksóknara kynni að hafa brotið lög, fengi að lesa frétt um efnið áður en hún birtist. Ég virði hinsvegar andmælarétt hans fullkomlega og hef kallað eftir viðbrögðum hans við umfjölluninni. Athugasemdir hans og gagnrýni birtist í næsta tölublaði Nýs lífs. Sagt var frá því í umfjöllun Nýs lífs að Guðrún hefði kært Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. Í greininni var ekkert mat lagt á sannleiksgildi ásakananna. Alrangt er að ég hafi kallað Jón Baldvin barnaníðing. Fyrirsögn greinarinnar var „Meint kynferðisbrot Jóns Baldvins" með vísan í kæru á hendur honum fyrir slík brot. Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins. Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra. Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin. Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum.Þóra Tómasdóttirritstjóri Nýs lífs Tengdar fréttir Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld "Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.“ 16. mars 2012 09:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. Þóra segir að ekkert mat hafi verið lagt á sannleiksgildi ásakana Guðrúnar en hún kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. „Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins," segir í tilkynningunni. „Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra." „Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum." Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, svaraði umfjöllun Nýs lífs á vefsíðu Jóns í dag. Þar hafnar hún ásökunum sem birtust í tímaritinu að frænka sín, Guðrún Harðardóttir, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreiti strax frá barnsaldri. Hægt er að lesa fréttatilkynningu Þóru Tómasdóttur hér fyrir neðan: Svar við gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram Jón Baldvin Hannibalsson hefur gagnrýnt harkalega vinnubrögð mín við vinnslu greinar sem birtist í síðasta tölublaði Nýs lífs, þar sem fjallað var um bréfaskriftir hans til Guðrúnar Harðardóttur. Jón Baldvin telur mig stunda óheiðarleg vinnubrögð og stinga málsgögnum sem kynnu að vera honum í hag undir stól. Það er ekki rétt. Ríkissaksóknari taldi Jón Baldvin kunna að hafa brotið íslensk lög með kynferðislegum bréfaskrifum til unglingsstúlku. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu ríkissaksóknara var umföllun Nýs lífs unnin. Augljóst er á nýbirtum greinum Jóns Baldvins og Bryndísar að þau telji að afsökunarbeiðni Jóns Baldvins hefði átt að duga Guðrúnu og koma í veg fyrir að hún segði frá málinu opinberlega. Guðrún var hinsvegar annarar skoðunar og taldi málið eiga erindi við almenning. Afsökunarbeiðni Jóns Baldvins til Guðrúnar kemur ekki í veg fyrir að upplýst sé um verknaðinn í Nýju lífi. Jón Baldvin krafðist þess að fá að lesa umfjöllun Nýs lífs áður en hún birtist og að fá að tjá sig í sama tölublaði. Ég varð ekki við þeirri kröfu og taldi ekki rétt að maður sem samkvæmt ríkissaksóknara kynni að hafa brotið lög, fengi að lesa frétt um efnið áður en hún birtist. Ég virði hinsvegar andmælarétt hans fullkomlega og hef kallað eftir viðbrögðum hans við umfjölluninni. Athugasemdir hans og gagnrýni birtist í næsta tölublaði Nýs lífs. Sagt var frá því í umfjöllun Nýs lífs að Guðrún hefði kært Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. Í greininni var ekkert mat lagt á sannleiksgildi ásakananna. Alrangt er að ég hafi kallað Jón Baldvin barnaníðing. Fyrirsögn greinarinnar var „Meint kynferðisbrot Jóns Baldvins" með vísan í kæru á hendur honum fyrir slík brot. Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins. Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra. Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin. Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum.Þóra Tómasdóttirritstjóri Nýs lífs
Tengdar fréttir Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld "Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.“ 16. mars 2012 09:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld "Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.“ 16. mars 2012 09:32