Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs 16. mars 2012 17:16 Þóra Tómasdóttir. „Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. Þóra segir að ekkert mat hafi verið lagt á sannleiksgildi ásakana Guðrúnar en hún kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. „Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins," segir í tilkynningunni. „Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra." „Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum." Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, svaraði umfjöllun Nýs lífs á vefsíðu Jóns í dag. Þar hafnar hún ásökunum sem birtust í tímaritinu að frænka sín, Guðrún Harðardóttir, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreiti strax frá barnsaldri. Hægt er að lesa fréttatilkynningu Þóru Tómasdóttur hér fyrir neðan: Svar við gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram Jón Baldvin Hannibalsson hefur gagnrýnt harkalega vinnubrögð mín við vinnslu greinar sem birtist í síðasta tölublaði Nýs lífs, þar sem fjallað var um bréfaskriftir hans til Guðrúnar Harðardóttur. Jón Baldvin telur mig stunda óheiðarleg vinnubrögð og stinga málsgögnum sem kynnu að vera honum í hag undir stól. Það er ekki rétt. Ríkissaksóknari taldi Jón Baldvin kunna að hafa brotið íslensk lög með kynferðislegum bréfaskrifum til unglingsstúlku. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu ríkissaksóknara var umföllun Nýs lífs unnin. Augljóst er á nýbirtum greinum Jóns Baldvins og Bryndísar að þau telji að afsökunarbeiðni Jóns Baldvins hefði átt að duga Guðrúnu og koma í veg fyrir að hún segði frá málinu opinberlega. Guðrún var hinsvegar annarar skoðunar og taldi málið eiga erindi við almenning. Afsökunarbeiðni Jóns Baldvins til Guðrúnar kemur ekki í veg fyrir að upplýst sé um verknaðinn í Nýju lífi. Jón Baldvin krafðist þess að fá að lesa umfjöllun Nýs lífs áður en hún birtist og að fá að tjá sig í sama tölublaði. Ég varð ekki við þeirri kröfu og taldi ekki rétt að maður sem samkvæmt ríkissaksóknara kynni að hafa brotið lög, fengi að lesa frétt um efnið áður en hún birtist. Ég virði hinsvegar andmælarétt hans fullkomlega og hef kallað eftir viðbrögðum hans við umfjölluninni. Athugasemdir hans og gagnrýni birtist í næsta tölublaði Nýs lífs. Sagt var frá því í umfjöllun Nýs lífs að Guðrún hefði kært Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. Í greininni var ekkert mat lagt á sannleiksgildi ásakananna. Alrangt er að ég hafi kallað Jón Baldvin barnaníðing. Fyrirsögn greinarinnar var „Meint kynferðisbrot Jóns Baldvins" með vísan í kæru á hendur honum fyrir slík brot. Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins. Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra. Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin. Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum.Þóra Tómasdóttirritstjóri Nýs lífs Tengdar fréttir Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld "Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.“ 16. mars 2012 09:32 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
„Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. Þóra segir að ekkert mat hafi verið lagt á sannleiksgildi ásakana Guðrúnar en hún kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. „Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins," segir í tilkynningunni. „Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra." „Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum." Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, svaraði umfjöllun Nýs lífs á vefsíðu Jóns í dag. Þar hafnar hún ásökunum sem birtust í tímaritinu að frænka sín, Guðrún Harðardóttir, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreiti strax frá barnsaldri. Hægt er að lesa fréttatilkynningu Þóru Tómasdóttur hér fyrir neðan: Svar við gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram Jón Baldvin Hannibalsson hefur gagnrýnt harkalega vinnubrögð mín við vinnslu greinar sem birtist í síðasta tölublaði Nýs lífs, þar sem fjallað var um bréfaskriftir hans til Guðrúnar Harðardóttur. Jón Baldvin telur mig stunda óheiðarleg vinnubrögð og stinga málsgögnum sem kynnu að vera honum í hag undir stól. Það er ekki rétt. Ríkissaksóknari taldi Jón Baldvin kunna að hafa brotið íslensk lög með kynferðislegum bréfaskrifum til unglingsstúlku. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu ríkissaksóknara var umföllun Nýs lífs unnin. Augljóst er á nýbirtum greinum Jóns Baldvins og Bryndísar að þau telji að afsökunarbeiðni Jóns Baldvins hefði átt að duga Guðrúnu og koma í veg fyrir að hún segði frá málinu opinberlega. Guðrún var hinsvegar annarar skoðunar og taldi málið eiga erindi við almenning. Afsökunarbeiðni Jóns Baldvins til Guðrúnar kemur ekki í veg fyrir að upplýst sé um verknaðinn í Nýju lífi. Jón Baldvin krafðist þess að fá að lesa umfjöllun Nýs lífs áður en hún birtist og að fá að tjá sig í sama tölublaði. Ég varð ekki við þeirri kröfu og taldi ekki rétt að maður sem samkvæmt ríkissaksóknara kynni að hafa brotið lög, fengi að lesa frétt um efnið áður en hún birtist. Ég virði hinsvegar andmælarétt hans fullkomlega og hef kallað eftir viðbrögðum hans við umfjölluninni. Athugasemdir hans og gagnrýni birtist í næsta tölublaði Nýs lífs. Sagt var frá því í umfjöllun Nýs lífs að Guðrún hefði kært Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. Í greininni var ekkert mat lagt á sannleiksgildi ásakananna. Alrangt er að ég hafi kallað Jón Baldvin barnaníðing. Fyrirsögn greinarinnar var „Meint kynferðisbrot Jóns Baldvins" með vísan í kæru á hendur honum fyrir slík brot. Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins. Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra. Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin. Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum.Þóra Tómasdóttirritstjóri Nýs lífs
Tengdar fréttir Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld "Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.“ 16. mars 2012 09:32 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld "Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.“ 16. mars 2012 09:32