Innlent

Íslensku stelpurnar gerðu það gott

Íslensku stelpurnar gerðu það gott á Arnold Sports Festival mótinu sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina. Tvær þeirra tóku fyrsta og annað sætið í sínum flokki í módelfitness.

Sextán íslendingar kepptu á mótinu en af þeim komust níu í tíu manna úrslit. Margrét Edda Gnarr, dóttir borgarstjórans, hafnaði í fjórða sæti í sínum flokki en það þykir góður árangur að komast í tíu manna úrslit.

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir endaði í öðru sæti sínum flokki í svokölluðu módelfitness en þar sigraði önnur íslensk stúlka, Dagbjört Guðbrandsdóttir. Okkar maður Hjalti Úrsus Árnason ræddi við Dagbjörtu þegar úrslitin lágu fyrir.

Mótið í heild sinni verður sýnt á Stöð 2 Sport síðar á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×