Innlent

Íslandsmet í blóðsöfnun í dag

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir í Blóðbankanum hvatti landsmenn til þess að gefa blóð í dag.
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir í Blóðbankanum hvatti landsmenn til þess að gefa blóð í dag.

Um 200 blóðgjafar komu í heimsókn í Blóðbankann að Snorrabraut í Reykjavík í dag sem er Íslandsmet í blóðsöfnun á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá Blóðbankanum.

Í tilkynningu segir að fjölmargir þurftu frá að hverfa í dag vegna þrengsla en hafa lofað að koma aftur á næstu dögum. Blóðbankinn hefur þurft að grípa til neyðarbirgða á síðustu dögum og voru blóðgjafar hvattir til að koma í dag og gefa blóð.

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir í Blóðbankanum, segir að bankinn vilji gjarnan eiga rúmlega 700 einingar af rauðkomaþykkni í öryggisbirgðum til að geta brugðist við aðkallandi aðstæðum og bráðatilvikum. Í morgun voru einungis til tæplega 500 einingar af þessum einingum.

„Á síðustu vikum hefur jafnframt verið mikið um veikindi blóðgjafa, sem hafa í minna mæli en áður sinnt kalli Blóðbankans. Því hefur okkur reynst erfitt að halda uppi nægilegum öryggisbirgðum til að bregðast við eðlilegum sveiflum í starfseminni."


Tengdar fréttir

Neyðarástand í Blóðbankanum: "Þurfum að spýta í lófana“

"Við höfum þurft að grípa til neyðarbirgða,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, en hann hefur lýst yfir neyðarástandi í Blóðbankanum þar sem sárlega vantar blóð. Meðal þess sem helst þarf eru blóðflokkarnir O plús og mínus og A einnig í plús og mínus.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.