Innlent

Neyðarástand í Blóðbankanum: "Þurfum að spýta í lófana“

„Við höfum þurft að grípa til neyðarbirgða," segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, en hann hefur lýst yfir neyðarástandi í Blóðbankanum þar sem sárlega vantar blóð. Meðal þess sem helst þarf eru blóðflokkarnir O plús og mínus og A einnig í plús og mínus.

„Staðan er sú að Blóðbankinn þarf alltaf að eiga nægar birgðir fyrir allt landið en ansi margt hefur gengið á síðustu daga og vikur," útskýrir Sveinn sem bendir á að Blóðbankinn þurfi að meðaltali sjötíu blóðgjafa á dag til þess að viðhalda birgðunum.

Alls þarf Blóðbankinn að búa yfir 600 til 700 einingum af blóði. Þá er mjög mikilvægt að eiga nægar birgðir af blóðflokknum O þar sem hann er helst notaður á slysavettvangi og í aðgerðum. Þetta eru svokallaðar öryggisbirgðir sem Blóðbankinn þarf alltaf að búa yfir.

Sveinn bendir á að dæmi séu um að læknar hafa þurft að nota 70 lítra af blóði í einnig aðgerð.

„Eins og staðan er núna þá þurfum við að spýta í lófana," segir Sveinn og biður þá sem geta að koma í Blóðbankann og gefa blóð. Það er opið til klukkan sjö í dag. Þá verður hugsanlega opið lengur aðra daga vikunnar.

Hægt er að fræðast um blóðgjafir á heimasíðu Blóðbankans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×