Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? 7. mars 2012 21:15 Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið „Making Kony Famous Icelandic Style 2012". Á internetinu má finna hálftíma langt myndband sem á að vekja athygli á gjörðum Joseph Kony í Úganda en hann rænir börnum og gerir þau að kynlífsþrælum og hermönnum. Herferðinni lýkur í lok þessa árs en forsvarsmenn hópsins segja að með því að gera hann „frægan" sé verið að vekja athygli á voðverkum hans. Vonast er til að þessi herferð verði til þess að hann verði að lokum handtekinn. Í myndbandinu er sagt frá Jacob sem var rænt af hersveitum Kony og hann segir Bandaríkjamanni frá verkum hans. Hópurinn á bakvið herferðina hefur fengið gríðarlega athygli en hugmyndafræðin á bak við hana er að nota samskiptamiðla á borð við Twitter og Facebook til að vekja athygli á málstaðnum. Aðfaranótt 20. apríl næstkomandi er fólk hvatt til að hengja plaköt á götum úti til að fræða fólk um Kony. Rúmlega 4000 Íslendingar hafa skráð sig í hópinn á Facebook til að vekja athygli á málstaðnum. Þar er meðal annars rætt um hvort að ekki verði hengd upp plaköt hér á landi þann 20. apríl næstkomandi. Herferðin hefur fengið gríðarlega athygli og hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum víða um heim. Forsvarsmenn hópsins segja að máttur fólksins sé sterkur og með honum er hægt að hrinda ýmsu í framkvæmd, þar á meðal að stuðla að handtöku Kony. Það eru þó ekki allir sammála þessari hugmyndafræði. Á vefsíðu sem háskólanemi í Kanada hefur sett upp bendir hann á að stórhluti af þeim peningum sem er safnað fari ekki í málstaðinn. Mikill peningur fari í laun fyrir starfsmenn, flug og samgöngur og myndbandagerð.Hægt er að horfa á myndbandið í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið „Making Kony Famous Icelandic Style 2012". Á internetinu má finna hálftíma langt myndband sem á að vekja athygli á gjörðum Joseph Kony í Úganda en hann rænir börnum og gerir þau að kynlífsþrælum og hermönnum. Herferðinni lýkur í lok þessa árs en forsvarsmenn hópsins segja að með því að gera hann „frægan" sé verið að vekja athygli á voðverkum hans. Vonast er til að þessi herferð verði til þess að hann verði að lokum handtekinn. Í myndbandinu er sagt frá Jacob sem var rænt af hersveitum Kony og hann segir Bandaríkjamanni frá verkum hans. Hópurinn á bakvið herferðina hefur fengið gríðarlega athygli en hugmyndafræðin á bak við hana er að nota samskiptamiðla á borð við Twitter og Facebook til að vekja athygli á málstaðnum. Aðfaranótt 20. apríl næstkomandi er fólk hvatt til að hengja plaköt á götum úti til að fræða fólk um Kony. Rúmlega 4000 Íslendingar hafa skráð sig í hópinn á Facebook til að vekja athygli á málstaðnum. Þar er meðal annars rætt um hvort að ekki verði hengd upp plaköt hér á landi þann 20. apríl næstkomandi. Herferðin hefur fengið gríðarlega athygli og hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum víða um heim. Forsvarsmenn hópsins segja að máttur fólksins sé sterkur og með honum er hægt að hrinda ýmsu í framkvæmd, þar á meðal að stuðla að handtöku Kony. Það eru þó ekki allir sammála þessari hugmyndafræði. Á vefsíðu sem háskólanemi í Kanada hefur sett upp bendir hann á að stórhluti af þeim peningum sem er safnað fari ekki í málstaðinn. Mikill peningur fari í laun fyrir starfsmenn, flug og samgöngur og myndbandagerð.Hægt er að horfa á myndbandið í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira