Allt gengur á afturfótunum hjá Inter á Ítalíu um þessar mundir en í þetta sinn mátti liðið sætta sig við tap fyrir nýliðum Novara á heimavelli, 1-0.
Inter hefur leikið fjóra deildarleiki í röð án sigurs og þar af tapað þremur. Andrea Caracciolo skoraði mark Novara í dag og var það einkar laglegt.
Novara missti þó mann af velli tíu mínútum fyrir leikslok þegar að Ivan Radovanovic fékk að líta seinna gula spjaldið sitt í leiknum. En ekki tókst Inter að færa sér það í nyt.
Liðið er í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir Lazio sem er í því þriðja. Þrjú efstu lið deildarinnar tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og er útlitið hjá Inter orðið ansi dökkt.
AC Milan er á toppnum, tveimur stigum fyrir ofan Juventus sem á tvo leiki til góða. Leik Juve og Bologna sem átti að fara fram í kvöld var frestað vegna veðurs.
Úrslit dagsins:
Inter - Novara 0-1
Atalanta - Lecce 0-0
Catania - Genoa 4-0
Parma - Fiorentina (frestað)
Bologna - Juventus (frestað)
Þriðja tap Inter í fjórum leikjum

Tengdar fréttir

AC Milan á toppinn eftir sigur á Udinese
AC Milan vann afar mikilvægan sigur á Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag, 2-1, og skellti sér um leið á topp deildarinnar.