Fótbolti

Domenech við Nasri: Minna tal og meiri fótbolti

Raymond Domenech.
Raymond Domenech.
Hinn umdeildi þjálfari Raymond Domenech, fyrrum þjálfari franska landsliðsins, hefur komið þeim skilaboðum til landsliðsmannsins Samir Nasri að hann þurfi að tala minna og spila meira.

Nasri hefur ekki spilað sérstaklega vel í vetur með Man. City eftir að hafa átt frábært tímabil með Arsenal í fyrra.

"Samir er hæfileikaríkur. Hann þarf að hætta að tala stanslaust og koma sér út á völlinn og sýna hvað hann getur. Hann þarf að sýna öllum aftur hversu frábær leikmaður hann er," sagði Domenech.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×