Fótbolti

Beckham fer ekki til PSG | Líklega áfram í Bandaríkjunum

Becks fagnar titlinum með félögum sínum í Galaxy.
Becks fagnar titlinum með félögum sínum í Galaxy.
Það bendir flest til þess að David Beckham verði áfram í Bandaríkjunum því búið er að staðfesta að ekkert verði af því að hann gangi í raðir franska liðsins PSG.

"Hann mun ekki koma til okkar," sagði Leonardo, íþróttastjóri PSG, og bætti við að fjölskylduástæður lægju að baki ákvörðun Beckham.

Hann er víst ekki til í að rífa fjölskylduna upp frá Bandaríkjunum.

Samningur Beckham við LA Galaxy rann út um áramótin en félagið vill halda honum. Það er því ansi líklegt núna að hann spili áfram með Galaxy og líklega klári ferilinn með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×