Fótbolti

PSG tapaði fyrir AC Milan í fyrsta leiknum undir stjórn Ancelotti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti og Alexandre Pato.
Carlo Ancelotti og Alexandre Pato. Mynd/Nordic Photos/Getty
Franska liðið Paris Saint-Germain tapaði 0-1 fyrir ítalska liðinu AC Milan í æfingaleik í Dúbæ í dag en þetta var fyrsti leikur Paris Saint-Germain liðsins undir stjórn Ítalans Carlo Ancelotti.

Carlo Ancelotti var þarna að mæta sínum gömlu lærisveinum í AC Milan en hann var ráðinn þjálfari franska liðsins á dögunum eftir að hafa verið atvinnulaus síðan að hann missti vinnuna hjá Chelsea síðasta vor.

Brasilíumaðurinn Alexandre Pato skoraði eina markið sem kom strax á 4. mínútu leiksins en markið skoraði hann af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Svíanum Zlatan Ibrahimovic. Pato átti síðan seinna í leiknum skot í slánna á marki PSG.

Fyrsti keppnisleikur Paris Saint-Germain undir stjórn Ancelotti verður á móti E-deildarliðinu Saint-Colomban Locmine í frönsku bikarkeppninni á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×