Innlent

Skrifaði ummæli á dv.is um Aratúnsmálið - þarf að borga 500 þúsund

Skrifstofa DV í miðbæ Reykjavíkur
Skrifstofa DV í miðbæ Reykjavíkur mynd/stöð 2

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu um sextugt til þess að greiða 500 þúsund krónur vegna athugasemdar sem hún skrifaði í athugasemdarkerfi á vefnum dv.is.

Konan skrifaði ummælin vegna fréttar blaðsins um nágrannaerjur í Aratúni í Garðabæ síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Konan þarf að greiða hjónunum í Aratúni og syni þeirra þrjú hundruð þúsund og svo 200 þúsund í málskostnað fyrir þau.

Ummæli sem hún lét falla á vefnum væru dæmd ómerkt og þá var DV ehf., sem einnig var stefnt, sýknað í málinu. Dómari vísaði frá þeim kröfum að konan yrði dæmd til refsingar.

Hjónin í Aratúni hafa höfðað fimm hliðstæð dómsmál vegna ummæla í athugasemdakerfi á dv.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×