Fótbolti

Messi fékk fullt hús frá Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Homare Sawe og Lionel Messi - knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins.
Homare Sawe og Lionel Messi - knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins. Nordic Photos / Getty Images
Þeir þrír Íslendingar sem tóku þátt í kjöri knattspyrnumanns ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, settu allir Lionel Messi í efsta sætið.

Atkvæðisrétt hafa landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar aðildarlanda FIFA sem og einn blaðamaður frá hverju landi.

Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari, Hermann Hreiðarsson og Víðir Sigurðsson frá Morgunblaðinu tóku þátt fyrir hönd Íslands og settu allir Lionel Messi í fyrsta sætið og Cristiano Ronaldo í annað.

Hermann og Ólafur voru með Xavi í þriðja sæti en Víðir gaf Luis Suarez sitt atkvæði í þriðja sæti.

Messi var í kvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í þriðja sinn í röð en Cristiano Ronaldo hafnaði í öðru sæti og Xavi í því þriðja.

Listinn í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×