Veitir fólki innblástur með risaverki 22. september 2012 19:00 Rafaella Brizuela Sigurðardóttir málar risastórt málverk á vegg á Laugaveginum. fréttablaðið/valli „Það þarf að lífga upp á þetta hverfi því þarna er lítið útsýni. Vonandi veitir þessi mynd fólki innblástur," segir listakonan Rafaella Brizuela Sigurðardóttir. Hún er önnum kafin þessa dagana við að mála risastórt málverk, sem kallast Draumur hafsins, á hundrað fermetra húsgafl á Laugavegi 159. Verkefnið hófst fyrir þremur vikum og stefnt er á að það klárist eftir um tvær vikur. „Bróðir vinar míns á íbúð í þessu húsi. Hann vildi lífga upp á þennan stað og spurði hvort ég hefði áhuga á að hjálpa til. Ég játaði því en fór svo til Kína og það varð ekkert úr þessu fyrr en þremur árum seinna þegar ég kom til baka," segir Rafaella. Um eitt ár fór í að sækja um styrki fyrir verkefnið, auk þess sem Stoð útvegaði ókeypis stillansa og Málning útvegaði málninguna. Eldur og ís hefur styrkt verkefnið með léttum veitingum. Þetta er stærsta veggmynd Rafaellu til þessa. Hún öðlaðist reynslu af slíkum verkum þegar hún var í listnámi í Los Angeles og starfaði undir stjórn aðgerðasinna og listamanns sem hefur gert stór slík verk þar í borg. Hún hefur fengið aðstoð frá ýmsum síðan verkið hófst, jafnt ungum sem öldnum. „Það eru allir rosalega spenntir og þetta veitir fólki innblástur. Sumir koma líka með mat, þannig að þetta hefur verið alveg yndislegt." Rafaella málar á hverjum degi þangað til sólin sest um hálfníuleytið. „Þetta er dálítið erfitt. Ég fæddist í Mexíkó og er með svolítið suðrænt blóð og skinn, þannig að mér er rosalega kalt en þetta er líka mjög spennandi." Hugmyndin á bak við listaverkið kemur úr gamalli persneskri sögu úr bahái-trúnni og einnig úr íslenskri menningu. „Myndin er um fiska og haf. Ég hugsa mikið um sjómennina og það sem Íslendingar eru búnir að ganga í gegnum." Hægt er að fylgjast með framgangi málverksins á Facebook-síðunni Draumur hafsins. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Það þarf að lífga upp á þetta hverfi því þarna er lítið útsýni. Vonandi veitir þessi mynd fólki innblástur," segir listakonan Rafaella Brizuela Sigurðardóttir. Hún er önnum kafin þessa dagana við að mála risastórt málverk, sem kallast Draumur hafsins, á hundrað fermetra húsgafl á Laugavegi 159. Verkefnið hófst fyrir þremur vikum og stefnt er á að það klárist eftir um tvær vikur. „Bróðir vinar míns á íbúð í þessu húsi. Hann vildi lífga upp á þennan stað og spurði hvort ég hefði áhuga á að hjálpa til. Ég játaði því en fór svo til Kína og það varð ekkert úr þessu fyrr en þremur árum seinna þegar ég kom til baka," segir Rafaella. Um eitt ár fór í að sækja um styrki fyrir verkefnið, auk þess sem Stoð útvegaði ókeypis stillansa og Málning útvegaði málninguna. Eldur og ís hefur styrkt verkefnið með léttum veitingum. Þetta er stærsta veggmynd Rafaellu til þessa. Hún öðlaðist reynslu af slíkum verkum þegar hún var í listnámi í Los Angeles og starfaði undir stjórn aðgerðasinna og listamanns sem hefur gert stór slík verk þar í borg. Hún hefur fengið aðstoð frá ýmsum síðan verkið hófst, jafnt ungum sem öldnum. „Það eru allir rosalega spenntir og þetta veitir fólki innblástur. Sumir koma líka með mat, þannig að þetta hefur verið alveg yndislegt." Rafaella málar á hverjum degi þangað til sólin sest um hálfníuleytið. „Þetta er dálítið erfitt. Ég fæddist í Mexíkó og er með svolítið suðrænt blóð og skinn, þannig að mér er rosalega kalt en þetta er líka mjög spennandi." Hugmyndin á bak við listaverkið kemur úr gamalli persneskri sögu úr bahái-trúnni og einnig úr íslenskri menningu. „Myndin er um fiska og haf. Ég hugsa mikið um sjómennina og það sem Íslendingar eru búnir að ganga í gegnum." Hægt er að fylgjast með framgangi málverksins á Facebook-síðunni Draumur hafsins. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira