Vilja fá Íslendinga í læknanám í Slóvakíu 17. ágúst 2012 10:00 Vilja íslendinga Háskólinn í Bratislava vill bjóða íslenskum stúdentum að þreyta inntökupróf. Vonast skólinn til að geta tekið um tíu nemendur inn í haust.mynd/úr safni Comenius-háskólinn í Bratislava í Slóvakíu mun í lok mánaðarins bjóða íslenskum stúdentum upp á inntökupróf í læknisfræði við læknisfræðideild skólans í bænum Martin í norðurhluta landsins. Inntökuprófin verða haldin í Slóvakíu en ef fleiri en sex sækja um hefur skólinn lofað að halda þau á Íslandi. Forsvarsmenn skólans eru að sögn mjög spenntir fyrir að taka inn íslenska nemendur. Nám við þennan háskóla hefur ekki boðist íslenskum stúdentum áður. „Þessi læknaskóli er í Martin í Slóvakíu, 200 kílómetrum fyrir norðan höfuðborgina Bratislava,“ segir Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi. „Árið 1991 fékk prófessor þarna þá hugmynd að bjóða upp á nám fyrir útlendinga í Slóvakíu. Þetta er eini læknaskólinn þar í landi sem kennir á ensku.“ Læknaskólinn heitir Jessenius School of Medicine og er deild innan Comenius-háskólans í Bratislava. Runólfur segir að kennt sé í litlum hópum og aðeins útlendingar eða Slóvakar búsettir erlendis fái inngöngu í þetta nám. „Þeir hafa verið að taka 140 manns inn á ári. Nú eru yfir 300 nemendanna Norðmenn. Þarna eru einnig Þjóðverjar, Danir og Svíar. Ameríkanar hafa svo verið að snúa aftur. Skólinn er viðurkenndur um alla Evrópu og í Bandaríkjunum,“ bendir Runólfur á. Í ár þreyttu 299 stúdentar inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands en aðeins 48 stóðust prófið. Þeir sem sem ekki komust inn geta leitað í annað nám innan háskólans hér en margir reyna við inntökupróf í læknisfræði erlendis. Inntökuprófið í slóvakíska skólann samanstendur af prófi í líffræði og öðru í efnafræði. Inntökuprófin í læknisfræði í Háskóla Íslands samanstanda af prófi í raunvísindum og hugvísindum auk prófs í almennri þekkingu. Runólfur segir að eftir því sem honum skiljist séu skólagjöld í sambærilegan skóla í Ungverjalandi um 15.200 Bandaríkjadalir (um það bil 1,8 milljónir króna). „Skólagjöld í Slóvakíu eru 8.950 evrur á ári [um það bil 1,3 milljónir króna] og það er fast gjald.“ birgirh@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Comenius-háskólinn í Bratislava í Slóvakíu mun í lok mánaðarins bjóða íslenskum stúdentum upp á inntökupróf í læknisfræði við læknisfræðideild skólans í bænum Martin í norðurhluta landsins. Inntökuprófin verða haldin í Slóvakíu en ef fleiri en sex sækja um hefur skólinn lofað að halda þau á Íslandi. Forsvarsmenn skólans eru að sögn mjög spenntir fyrir að taka inn íslenska nemendur. Nám við þennan háskóla hefur ekki boðist íslenskum stúdentum áður. „Þessi læknaskóli er í Martin í Slóvakíu, 200 kílómetrum fyrir norðan höfuðborgina Bratislava,“ segir Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi. „Árið 1991 fékk prófessor þarna þá hugmynd að bjóða upp á nám fyrir útlendinga í Slóvakíu. Þetta er eini læknaskólinn þar í landi sem kennir á ensku.“ Læknaskólinn heitir Jessenius School of Medicine og er deild innan Comenius-háskólans í Bratislava. Runólfur segir að kennt sé í litlum hópum og aðeins útlendingar eða Slóvakar búsettir erlendis fái inngöngu í þetta nám. „Þeir hafa verið að taka 140 manns inn á ári. Nú eru yfir 300 nemendanna Norðmenn. Þarna eru einnig Þjóðverjar, Danir og Svíar. Ameríkanar hafa svo verið að snúa aftur. Skólinn er viðurkenndur um alla Evrópu og í Bandaríkjunum,“ bendir Runólfur á. Í ár þreyttu 299 stúdentar inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands en aðeins 48 stóðust prófið. Þeir sem sem ekki komust inn geta leitað í annað nám innan háskólans hér en margir reyna við inntökupróf í læknisfræði erlendis. Inntökuprófið í slóvakíska skólann samanstendur af prófi í líffræði og öðru í efnafræði. Inntökuprófin í læknisfræði í Háskóla Íslands samanstanda af prófi í raunvísindum og hugvísindum auk prófs í almennri þekkingu. Runólfur segir að eftir því sem honum skiljist séu skólagjöld í sambærilegan skóla í Ungverjalandi um 15.200 Bandaríkjadalir (um það bil 1,8 milljónir króna). „Skólagjöld í Slóvakíu eru 8.950 evrur á ári [um það bil 1,3 milljónir króna] og það er fast gjald.“ birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira