Tyresö felur peningana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2012 06:30 Þóra og félagar hafa tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Fréttablaðið/Ernir Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika. „Við tökum ekkert eftir þessu. Öll laun hafa verið greidd og í raun ekkert rætt um þetta mál. Eins og þetta er lagt upp fyrir okkur er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur," segir Þóra Björg. Landsliðsmarkvörðurinn vinnur þessa dagana hörðum höndum að lokaritgerð sinni í meistaranámi í sjálfbærri stjórnun og þekkir því vel til viðskiptahátta hjá fyrirtækjum sem íþróttafélögum. „Fæst fyrirtæki hafa fengið tekjur fyrir allt árið til þess að halda þeim á floti. Þannig ganga viðskiptin yfirleitt fyrir sig," segir Þóra sem segir forráðamenn sænska liðsins hafa farið yfir málin með leikmönnum í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. „Fjölmiðillinn velur úr orð, hefur eftir fólki og þetta var leiðrétt. Þeir hafa aldrei leynt stöðunni fyrir okkur að það vanti eina og hálfa milljón sænskra króna. Þeir sögðu að það hefði ekkert breyst og staðan væri óbreytt. Þeir hafa alltaf látið okkur vita um stöðu mála," segir Þóra. Tyresö fer aðrar leiðirEngar fregnir hafa borist af fjárhagsvandræðum helsta keppinautarins Tyresö sem hin brasilíska Marta spilar með. Þóra kann skýringar á því. „Félagið felur peningana. Það lætur styrktaraðilana borga leikmönnunum beint. Peningarnir birtast því ekki í bókum félagsins. Fréttamennirnir hafa ekki vit á því að kafa meira í það. Ég myndi giska á að launakostnaður hjá Malmö sé ekki meðal topp þriggja félaganna í deildinni. Það eru áhugaverðar áherslur í þessari umfjöllun," segir Þóra. Sara Björk á eitt ár eftir af samningi sínum við sænsku meistarana. Samningur Þóru rennur hins vegar út að tímabilinu loknu. „Ég klára ritgerðina í lok mánaðarins og svo fer ég að skoða mín mál," segir landsliðsmarkvörðurinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika. „Við tökum ekkert eftir þessu. Öll laun hafa verið greidd og í raun ekkert rætt um þetta mál. Eins og þetta er lagt upp fyrir okkur er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur," segir Þóra Björg. Landsliðsmarkvörðurinn vinnur þessa dagana hörðum höndum að lokaritgerð sinni í meistaranámi í sjálfbærri stjórnun og þekkir því vel til viðskiptahátta hjá fyrirtækjum sem íþróttafélögum. „Fæst fyrirtæki hafa fengið tekjur fyrir allt árið til þess að halda þeim á floti. Þannig ganga viðskiptin yfirleitt fyrir sig," segir Þóra sem segir forráðamenn sænska liðsins hafa farið yfir málin með leikmönnum í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. „Fjölmiðillinn velur úr orð, hefur eftir fólki og þetta var leiðrétt. Þeir hafa aldrei leynt stöðunni fyrir okkur að það vanti eina og hálfa milljón sænskra króna. Þeir sögðu að það hefði ekkert breyst og staðan væri óbreytt. Þeir hafa alltaf látið okkur vita um stöðu mála," segir Þóra. Tyresö fer aðrar leiðirEngar fregnir hafa borist af fjárhagsvandræðum helsta keppinautarins Tyresö sem hin brasilíska Marta spilar með. Þóra kann skýringar á því. „Félagið felur peningana. Það lætur styrktaraðilana borga leikmönnunum beint. Peningarnir birtast því ekki í bókum félagsins. Fréttamennirnir hafa ekki vit á því að kafa meira í það. Ég myndi giska á að launakostnaður hjá Malmö sé ekki meðal topp þriggja félaganna í deildinni. Það eru áhugaverðar áherslur í þessari umfjöllun," segir Þóra. Sara Björk á eitt ár eftir af samningi sínum við sænsku meistarana. Samningur Þóru rennur hins vegar út að tímabilinu loknu. „Ég klára ritgerðina í lok mánaðarins og svo fer ég að skoða mín mál," segir landsliðsmarkvörðurinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira