Eyjólfur Héðinsson var á skotskónum í 1-1 jafntefli SönderjyskE og FC Kaupmannahafnar í 2. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.
Eyjólfur kom heimamönnum yfir á 25. mínútu en forystan var skammvinn. Mos, norskur framherji gestanna, jafnaði metin á 31. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð.
Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen spiluðu allan daginn í hjarta varnarinnar hjá Kaupmannahafnarliðinu. Þeir fengu báðir gult spjald í leiknum.
Bæði lið hafa fjögur stig á toppi dönsku deildarinnar.
Rúrik Gíslason spilaði allan leikinn með OB sem tapaði heima 0-1 gegn Randers. OB hefur þrjú stig að loknum tveimur umferðum.
Eyjólfur skoraði í jafntefli gegn Ragnari og Sölva
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti