Fótbolti

Ronaldo grennir sig í brasilískum sjónvarpsþætti

Feiti Ronaldo á góðri stundu.
Feiti Ronaldo á góðri stundu.
Hinn brasilíski Ronaldo hefur oft verið kallaður feiti Ronaldo til þess að aðgreina hann frá portúgalska nafna sínum.

Það var líka byrjað að kalla hann feita Ronaldo þar sem hann þótti í þéttari kantinum á lokaárum ferilsins. Eftir að hann lagði skóna síðan á hilluna hefur hann tútnað út svo eftir er tekið.

Ronaldo er fara að taka þátt í góðgerðarleik Zinedine Zidane í desember og hann nennir ekki að mæta sílspikaður annað árið í röð þangað.

Hann hefur því ákveðið að taka sig í gegn og það með stæl. Aðhaldið sem hann fær er ekki ónýtt heldur öll brasilíska þjóðin.

Ronaldo mun nefnilega taka megrunina upp og verða innslögin birt vikulega í vinsælasta skemmtiþætti Brasilíu. Það er því pressa á gamla framherjanum að standa sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×