Fótbolti

Maradona er að verða faðir í fjórða sinn

Hamingjan geislar af hjónakornunum sem eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Hamingjan geislar af hjónakornunum sem eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona er ekki dauður úr öllum æðum. Þessi 51 árs gamla goðsögn á nefnilega von á sínu fjórða barni.

Eiginkona Maradona, Veronica Ojeda, hefur greint frá því að hún sé gengin fjóra mánuði en þetta verður fyrsta barn þeirra saman.

Maradona á tvær dætur með fyrstu konu sinni, Claudia Villafante. Þær heita Dalma og Gianna en Gianna er einmitt gift Sergio Aguero, leikmanni Man. City.

Svo á Maradona soninn Diego Sinagra sem spilar með El Porvenir í Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×