Fótbolti

Hodgson sakaður um að tryggja sér leikmenn

Ryan Shawcross.
Ryan Shawcross.
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, getur ekki valið hóp þessa dagana án þess að hann sé sakaður um að vera að tryggja sér leikmenn svo þeir spili ekki með öðrum landsliðum.

Ungstirni Liverpool, Raheem Sterling, var valinn á dögunum í kjölfar umræðu um að hann væri gjaldgengur með landsliði Jamaíka.

Ryan Shawcross, leikmaður Stoke, er einnig gjaldgengur í landslið Wales og Carl Jenkinson, leikmaður Arsenal, gæti spilað fyrir finnska landsliðið. Shawcross var valinn í landsliðið núna og Jenkinson kemur til greina í enska hópinn að mati Hodgson.

"Það væri ekki sanngjarnt af mér að velja leikmenn bara til þess að koma í veg fyrir að þeir spili fyrir önnur landslið. Ég valdi Shawcross því hann á raunverulegan möguleika á að spila fyrir okkur og á skilið að vera í hópnum. Ég var ekkert að hugsa um Wales. Ég veit um Finnland og Jenkinson og hef rætt við menn í Finnlandi. Jenkinson er undir okkar smásjá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×