Greindist með heilaæxli og safnar fé fyrir mottumars sér til heilsubóta Erla Hlynsdóttir skrifar 11. mars 2012 19:30 Hann greindist með heilaæxli fyrir fimm árum og ætti í raun ekki að vera á lífi. Kristján Björn Tryggvason er samt eldhress, gengur um og safnar fé til styrktar Krabbameinsfélaginu, og er nú efstur í einstaklingskeppni í Mottumars. „Ég á í raun og veru að vera látinn í dag. Ég fékk heilakrabbamein, en það er allt farið, sem læknar og aðrir bara klóra sér í hausnum yfir . en svo lenti ég í bílslysi í sumar og er ekki farinn að vinna enn vegna bakverkja og annað. Sjúkraþjálfarinn segir náttúrulega að ég þurfi að hreyfa mig eitthvað, þannig að ég bara ákvað að ganga á milli fyrirtækja og gá hvort að þeir vildu styrkja Mottumars," segir Kristján Björn. Kristján fór í Slippfélagið þar sem hann fékk tvær fötur, lét merkja þær Mottumars „Ég var búin að setja mér markið að fara á hverjum degi í allavega tvo tíma, eða það sem ég get, því bakið á mér segir mér stundum að hætta," segir Kristján. Það eru fimm ár síðan Kristján byrjaði að fá flog, og leitaði loks til læknis sem greindi hann með krabbamein í heila. „Og hann sagði: Þú átt svona í mesta lagi tíu ár eftir, fimm ár eins og þú ert í dag, svo áttu eftir að missa mál og heyrn og sjón kannski, og lenda í hjólastól og vera fatlaður. Ég skil það samt ekki alveg í dag en ég var nokkuð ánægður með það. Það deyja allir einhvern tíman, og ég ætlaði bara að njóta lífsins á meðan ég gæti," segir Kristján. En hvað gerðist svo? „Ég var skorinn upp tvisvar og fór í lyfjameðferð og geislameðferð og svo náttúrulega klóruðu læknarnir sér bara í hausnum," segir Kristján. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti. Afrakstur söfnunar gærdagsins, um 37 þúsund krónur, er að finna í krukku á eldhúsborðinu hjá Kristjáni en hann leggur inn í bankann á hverjum virkum degi, og eru upphæðirnar skráðar á síðunni hans undir nafninu „Dós." Þegar hefur hann safnað tæpum 300 þúsund krónum. „Sumir spyrja mig hvort ég taki nokkuð kort, því margir eru bara með kort í veskjunum, og ég segi bara. jájá, ég tek alveg kort ef ég fæ pin-númerið með," segir Kristján brosandi.Hér má sjá síðu Kristjáns í Mottumars. Viðtalið við Kristján má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Hann greindist með heilaæxli fyrir fimm árum og ætti í raun ekki að vera á lífi. Kristján Björn Tryggvason er samt eldhress, gengur um og safnar fé til styrktar Krabbameinsfélaginu, og er nú efstur í einstaklingskeppni í Mottumars. „Ég á í raun og veru að vera látinn í dag. Ég fékk heilakrabbamein, en það er allt farið, sem læknar og aðrir bara klóra sér í hausnum yfir . en svo lenti ég í bílslysi í sumar og er ekki farinn að vinna enn vegna bakverkja og annað. Sjúkraþjálfarinn segir náttúrulega að ég þurfi að hreyfa mig eitthvað, þannig að ég bara ákvað að ganga á milli fyrirtækja og gá hvort að þeir vildu styrkja Mottumars," segir Kristján Björn. Kristján fór í Slippfélagið þar sem hann fékk tvær fötur, lét merkja þær Mottumars „Ég var búin að setja mér markið að fara á hverjum degi í allavega tvo tíma, eða það sem ég get, því bakið á mér segir mér stundum að hætta," segir Kristján. Það eru fimm ár síðan Kristján byrjaði að fá flog, og leitaði loks til læknis sem greindi hann með krabbamein í heila. „Og hann sagði: Þú átt svona í mesta lagi tíu ár eftir, fimm ár eins og þú ert í dag, svo áttu eftir að missa mál og heyrn og sjón kannski, og lenda í hjólastól og vera fatlaður. Ég skil það samt ekki alveg í dag en ég var nokkuð ánægður með það. Það deyja allir einhvern tíman, og ég ætlaði bara að njóta lífsins á meðan ég gæti," segir Kristján. En hvað gerðist svo? „Ég var skorinn upp tvisvar og fór í lyfjameðferð og geislameðferð og svo náttúrulega klóruðu læknarnir sér bara í hausnum," segir Kristján. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti. Afrakstur söfnunar gærdagsins, um 37 þúsund krónur, er að finna í krukku á eldhúsborðinu hjá Kristjáni en hann leggur inn í bankann á hverjum virkum degi, og eru upphæðirnar skráðar á síðunni hans undir nafninu „Dós." Þegar hefur hann safnað tæpum 300 þúsund krónum. „Sumir spyrja mig hvort ég taki nokkuð kort, því margir eru bara með kort í veskjunum, og ég segi bara. jájá, ég tek alveg kort ef ég fæ pin-númerið með," segir Kristján brosandi.Hér má sjá síðu Kristjáns í Mottumars. Viðtalið við Kristján má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira