Fótbolti

Jóhann Berg sá rautt í markalausu jafntefli gegn Alfreð

Jóhann Berg fékk að líta rauða spjaldið í dag. Ekki daglegt brauð hjá honum.
Jóhann Berg fékk að líta rauða spjaldið í dag. Ekki daglegt brauð hjá honum.
Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta leik fyrir hollenska liðið Heerenveen í dag er það sótti Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í AZ Alkmaar heim. Alfreð fór beint í byrjunarlið Heerenveen og lék í fremstu víglínu. Jóhann Berg hóf aftur á móti leik á bekknum.

Markalaust var í leikhléi en Alfreð fékk besta færi hálfleiksins sem honum tókst ekki að nýta.

Jóhann Berg kom af bekknum á 62. mínútu og var farinn af velli 20 mínútum síðar með beint rautt spjald.

Það var það síðasta markverðasta sem gerðist í leiknum en honum lyktaði með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×