Enski boltinn

Bertrand fékk nýjan samning hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Bertrand hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Evrópumeistara Chelsea en hann er 23 ára gamall.

Bertrand var óvænt í byrjunarliði Chelsea gegn Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og er greinilega ætlað stórt hlutverk hjá Chelsea í framtíðinni.

Hann getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og á kantinum en hann var í síðasta mánuði valin í enska landsliðið í fyrsta sinn. Hann er nú í landsliðshópi Englands fyrir leikinn gegn Moldóvu.

Bertrand gæti fengið fleiri tækifæri í liði Chelsea á næstunni þar sem að Ashley Cole á nú við meiðsli að stríða.

Hann gerði fjögurra ára samning við Chelsea í fyrra en nýi samningurinn er sagður færa honum umtalsverða launahækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×