Enski boltinn

Augnaðgerð Balotelli heppnaðist vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mario Balotelli gekkst nýverið undir aðgerð á auga í Brescia, heimabæ sínum á Ítalíu. Hún mun hafa heppnast vel.

Balotelli þarf nú að hvíla í tíu daga og mun því missa af landsleikjum Ítalíu gegn Búlgaríu og Möltu í undankeppni HM 2014.

Það er einnig óvíst hvort hann verði klár í slaginn fyrir leik City gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu þann 18. september.

Balotelli er nærsýnn og hefur gengið með linsur undanfarin ár. Linsurnar hafa hins vegar valdið ofnæmisviðbrögðum og nýverið fékk hann sýkingu í auga. Það varð til þess að hann missti af vináttulandsleik Ítalíu og Englands í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×