Enski boltinn

Rodgers segir að Cole sé á batavegi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að Joe Cole sé allur að koma til eftir að hafa meiðst í leik með liðinu.

Cole sneri til baka í leikmannahóp Liverpool eftir að hafa verið í láni hjá Lille í Frakklandi á síðasta tímabili. Hann meiddist í leik gegn West Brom í fyrstu umferð tímabilsins.

„Joe hefur verið duglegur og læknarnir eru ánægðir með gang mála. Hann á þó enn nokkuð í land en á réttri braut, sem er mikilvægt," sagði Rodgers.

Oussama Addaidi, sem kom til Liverpool í sumar frá Heerenveen, hefur verið að glíma við nárameiðsli en Rodgers segir að hann sé einnig á batavegi.

„Hann ætti að geta æft í dag. Hann átti að spila með varaliðinu um daginn en fann fyrir stífleika fyrir leikinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×